Flugdrekahlauparinn í bíó....

Þórður stóri bróðir minn átti afmæli í gær, og gleymdi því, einhverra hluta vegna finnst mér hann alltaf eiga afmæli 27. febrúar, semsagt í dag, svo ég hringdi í konuna sem fæddi hann til að vera viss. Hefði betur hringt í gær..

WizardTIL HAMINGJU MEÐ DAGINNI Í GÆR KÆRI BRÓÐIR MINNWizard

Ætla alltaf að muna það hér eftir að við systkynin eigum öll afmæli á sléttri tölu...muna það... koma svo..

Annars ekkert að frétta af þessum bænum, leiðindaveður og sjóararnir mínir í landi, ég að drepast úr leti þessa dagana og það er bara gott. Sýnir að maður kann að gera ekki neitt, án þess að þjást af samviskubiti. Ég mæti þó í vinnuna með herkjum, kem of seint á hverjum degi og vinn þá lengur til að bæta það upp. Tek eina og eina í neglur svo ég er nú ekki alveg ónýt.

Mikið var ég glöð í gær er ég sá að Flugdrekahlauparinn verður frumsýndur um helgina í bíóhúsum. Það er ekki langt síðan ég las bókina og er hún mér enn í fersku minni, enda afar grípandi og góð lesning. Fékk alveg nýja sýn á heim múslima og almennra borgara í Afganistan, komst að því að maður veit ekkert, nema það sem vestrænir fjölmiðlar mata okkur á, einhverri samsuðu sem hentar í það og það skiptið. Allavega þykir mér vænt um persónur bókarinnar og lifði mig mjög svo inn í aðstæður þeirra og örlög.

Hvet alla á bíó, það ætla ég að gera um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband