Andlitslyfting á einni nóttu...

Gaspþegar ég leit í spegilinn í morgun, varð ég mjög undrandi og leit í kringum mig, leitandi að sjálfri mér á baðherberginu. Ég þekkti ekki þessa spegilmynd, en kannaðist samt við hana, vissi fyrir víst að þetta var ekki ég. Andlitið var spegilslétt, ekki ein einasta hrukka sjáanleg, andlitið kringlótt og augun eins og í kínverja, engin augnlok sjáanleg, en rifaði þó í augasteina.

Eftir smá leit, gafst ég upp og horfði aftur. Jú þetta var ég þarna í speglinum og það þyrmdi yfir mig. Hver stal hrukkunum mínum sem voru á sínum stað í gær? Ég hef safnað þeim samviskulega í mörg ár, sérstaklega á enninu, lít oft út fyrir að vera hissa því ég passa upp á að ennishrukkurnar mínar séu vel skornar. Hef alltaf sagt við mömmu þegar hún er að skamma mig fyrir þetta að ég vilji frekar vera hissa á svip, en grimmdarleg, sem ég verð þegar ég slétta ennið og píri augun. Bros og hláturhrukkurnar við augun eru líka farnar og sakna ég þeirra ekki síður en ennishrukkanna. Minnst finn ég fyrir söknuði vegna Malboro-Viceroy- Camel-sugu hrukkunum kringum munninn, enda eru þær nýjastar og hef ég ekki náð að tengjast þeim tilfinningalega eins og hinum.Smile

Líklega er þetta bjúgur, ofnæmi eða hreyfingarleysi. Kannske allt í bland. Hendur og fætur eru bólgin og þrútin, hef ekki upplifað þetta áður og satt að segja finnst mér þetta skemmtileg andlitslyfting svona í byrjun Góu, kostaði ekkert og enginn sársauki með þessu. Ef mér fer að leiðast nýja lúkkið, eða hrukkusöknuðurinn yfirbugar mig,fer ég bara í Apótekið og fæ pillur við þessu. Hver veit nema að ég fá leiðsögumann til að sýna mér hvar ræktin er (Týndi slóðinni í janúar og hef ekki haft neina þörf fyrir að finna hana aftur... enn..)Grin

Ójá.. maður á að gleðjast yfir öllu sem lífið færir manni.. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

getur þú gefið mér leyndarmálið? Mér finnst mínum bara fjölga.....

Þórgunnur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:59

2 identicon

Því miður Þórgunnur mín, bólgan hjaðnaði og allar komu þær aftur og engin þeirra dó.. Gott ef þær eru ekki dýpri og skornari eftir.

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband