Ondulering

Fín helgi að baki. Við hjónakornin fórum á Akureyri á laugardagskvöld og skelltum okkur í bíó ásamt Freyju og Herði á Flugdrekahlauparann. Hún olli mér ekki vonbrigðum en hefði mátt vera grimmari, ég er ekki viss um að efnið skili sér til þeirra sem ekki hafa lesið bókina. Slöppuðum svo af á sunndag mestmegnis, en ég gerði þó neglur og Konni bakaði dýrindis vöfflur með karmellu- súkkulaðisósu og rjóma og átum við vel og lengi. Harpa litla prinsessa kom í heimsókn og var ekkert smá ánægð með afa og sósurnar. Í gær borðuðu svo litla fjölskyldan hjá okkur og mætti daman með lítil páskaegg handa okkur, held svei mér að það hafi verið út af vöfflunum.

Nú fer í hönd Ondulering hjá minni. Byrjaði í gær með sogæðanuddi hjá minni góðu vinkonu og heimsklassanuddara, henni Ólöfu, er búin að vera pissandi í tíma og ótíma síðan í gær, en svona eru áhrifin mikil. Á morgun er svo hárið tekið í gegn, en hef ekki farið í almennilega yfirhalningu síðan fyrir jól. Á fimmtudag eru það svo augabrúnirnar, Fer á stofu á Akureyri og ætla að reyna að láta laga slysið sem varð í byrjun febrúar þegar ég var að vaxa á mér fótleggina og skellti svo smá vaxi á milli augnanna í lokin og undir augabrúnirnar. Aldrei þessu vant gáði ég nú ekki nógu vel að mér og fékk þetta hrikalega skarð í vinstri brún, sem ég hef málað í síðan. Ætla síðan að skella nöglum á Freyju og hún að aðstoða mig við það sama svo ég verði nú ekki í 3 daga að laga mínar neglur. Það er nefnilega starfsmannaveisla Alþingis um þarnæstu helgi og maður verður nú að tjalda því sem maður hefur og meira til.

Svo er það þetta með onduleringuna, ef þið vitið ekki hvað það er: Þegar við fórum í fyrsta sinn i starfsmannaveislu þingsins vorum við Guðný að sjálfsögðu búnar að gera okkur þvílíkt fínar um hausana. Fórum um hádegi á föstudag á fund niðri í Alþingishúsi og bárum auðvita af í útliti, klæða- og limaburði. Þá sagði ein 101- pían:Bara búnar að fara í "onduleringu?. Við játtum því auðvita, en fengum svo lánaða orðbók að fletta í og ath hvurn andsk.. hún væri að meina. Það var semsagt að fara í hárgreiðslu..

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhh hvað ég hlakka til að fá nýjar og fínar neglur, þú ert svo best í þessu:) Sjáumst þá á fimmtudaginn mamma mia.... en það er sko mynd sem við förum á í bíó  Mamma mia eftir ABBA shovinu... geggjað..hehe

kv.Freyjan þín litla

freyja (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:13

2 identicon

aldrei heyrt þetta orð, alltaf gott að læra eitthvað nýtt á hverjum degi nú lærði ég sem sagt onduleringu........ég hef enga trú að öðru en þú sért langflottust í þessum alþingisveislum.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:53

3 identicon

Jæja segðu mín kæra Freyja. Ég þekki sko alveg ABBA, ég ólst upp með ABBA og kem örugglega á bíó.. mamma

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:55

4 identicon

Það má ekki á milli sjá hvor okkar er flottari ég eða Guðný, hinar bara fölna..múhahahaha. Alltaf gott að bæta í orðaforðann, maður fer ekki í klippingu, heldur onduleringu..

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband