Skautadrottningin

Þá er páskafríið á enda og við orðin tvö heima í kotinu. Ellen og Orri fóru á páskadagskvöld eftir skemmtilega heimsókn, allavega skemmtum við okkur gamla settið. Á laugardag var ferðinni heitið á Kaldbak, en vegna veðurs var henni aflýst og skundaði þá öll hersingin í skautahöllina. Það heyrðist til Orra og Ellenar tala um hvað það yrði skrítið að sjá ömmu og afa á skautum, svona gamalt fólk... eins þau orðuðu það svo snyrtilega.

Er skemmst frá því að segja að maður sló i gegn á svellinu og var ekki lengi að rifja upp gamla takta. Ég treysti mér að vísu ekki í mikla snúninga en hraðinn maður.. keyrði að vísu niður eitt par, en náði að grípa stúlkuna áður en hún skall í svellið og mér tókst að sannfæra hana um að ég hefði bjargað henni frá stórslysi.... Það var mál manna í fjölskyldunni að ekki mátti á milli sjá hver var skautadrottnig fjölskyldunnar, ég eða Þórður bróðir sem fór gjörsamlega hamförum á svellinu og var stórhættulegur á köflum, þvílíkur var atgangurinn í honum í eltingarleik við krakkana. Þau voru skíthrædd við hann, held ég. Hann hafði ekki farið á skauta í um 30 ár, en þau eru ekki nema svona 16 árin hjá mér.

Við borðuðum svo öll saman hjá Arnari og Þórgunni um kvöldið og svo var skriðið í bólið, allir uppgefnir, eftir frábæran dag. 

Harpa, Ellen og Orri vöknuðu svo um sjö leytið á páskadag til að hefja eggjaleytina. Amman fór í kirkju að syngja með kórnum á páskadagsmorgun og var það bara gott, var reyndar svolítið geyspandi framan af, en það lagaðist. Kaffi og páskaegg í safnaðarheimilinu á eftir, og svo beint heim í bólið aftur.

Eftir hádegi fórum við Konni svo langan, langan göngutúr með hundinn, enda verðrið æðislegt. Sig. Óli og fjölsk. borðuðu svo hjá okkur um kvöldið og Konni fór svo að skila Ellen og Orra til mæðra sinna. En ég lagðist í rúmið, full af kvefi, hausverk og beinverkjum og ligg enn......... Fúlt.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigga litla, það er ekki furða þó þú vitir ekki hver ég er. Elsku barnið mitt. Ég er gamla barnapían ykkar systkinanna 3 elztu. Nefndu mig samt ekki á nafn, vil ekki koma fram undir nafni fyrr en í haust. Lofaðu mér því elskan. Ég bið samt að heilsa mömmu og Þórði og Hólmfríði, þau voru hjá mér í haust að borða saltfisk og ýsu með
Gunna frænda frá Helsingborg. Talaði við þau Mjöll í gær, og lá rosalega vel á þeim. Hugsa oft heim Sigga mín. Skrýtið að maður skuli aldrei komast frá Ólafsfirði.

Er úti í Amsterdam í því kaldasta páskaveðri sem hér hefur komið síðan 1901. Það er búið að ganga á með éljagangi í heila viku. Er nú vanur öðru hitastigi en þessu -2 og uppí plús 4. Rakinn hérna er óþolandi í þessu hitastigi og fer alveg í gegnum merg og bein þó bumban geri nú það sem hún getur að halda mér heitum, hehehehehe.

Nóg um það, næst þegar ég kem í Ólafsfjörð þá banka ég uppá. REyndu að fara varlega með þig í þessari flensudrullu, átti í þessu í rúmar 3 vikur.

 Bless elskan. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:26

2 identicon

Leit inn á bloggið þitt, frænka mín! Ekki amalegt að byrja daginn þannig! Kveðja til allra og hlakka til að sjá ykkur fljótlega (tek fyrst á móti prestinum ykkar hérna hjá mér)! Knús, knús, Jóna Lísa

Jóna Lísa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:01

3 identicon

Er búin að kveikja á perunni "bumba"  sjáumst í firðinum fagra...

Takk fyrir fallegu orðin þín jóna Lísa mín. Já Munda sagði mér að hún væri á leið til þín í heimsókn, dauðöfunda hana þessa stundina.. ég kem næsta vetur.. alveg á hreinu. Kveðja og knús frá öllum.

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:29

4 identicon

Hehe gott að heyra vinskapur. Mikið er gaman að sjá og skoða allar þessar myndir. Rík ertu Sigga mín. Kem heim á laugardaginn og var að plana smá heimsókn í fjörðinn fagar kannski um næstu helgi. Ertu heima? Verð allavega í bandi. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband