Bubba-bandið og helgin í heild

Frábær helgi að baki, sólin skín á mánudegi, spáð hlýnandi veðri.. Bara gott. Smile

Fórum í æðislegt afmæli á föstud til Soffíu mágkonu . Glæsilegar veitingar og skemmtilegt spjall við gesti. Langt síðan ég hef farið í svona holla og góða veislu, sem kom mér ansi vel þar sem ég er komin á stað i ræktinni og er að standa mig rossssalega vel...Konni, Lena og Sig. Óli fóru svo á sjó eftir afmælið.Wizard

Á Laugardag skellti ég mér i puðið og svo í pottinn sem var æðislegt. Við Hófý fórum svo langan göngutúr með hundana, mokaði snjóinn af Altinum afþýddi og þreif ísskápinn og þvoði stórþvott.. eldaði kjötsúpu.. Þvílik orka í kerlunni.. Endaði svo á leiksýningu Leikf. Sigló um kvöldið ásamt mömmu, sem er að trappa sig niður á djamminu eftir skemmtiferð á Örkina með eldri borgurum. Þetta var ágætis afþreying.. ansi vitlaust gamanstykki, of vitlaust fyrir mig. Flest mjög ungir leikarar svo vesturbærinn á ágætis efnivið og gott að vita það. Ójá...

Horfði á Bandið hans Bubba í endursýningu á laugardaginn og ég á bara ekki til orð, held ekki vatni, fer bara í trans þegar ég heyri í Eyþóri Inga.. Það er bara rugl hvað hann er svaðalega góður söngvari, ég var einhverntímann búinn að blogga um þegar ég heyrði í honum í fyrst skipti syngja í Æðruleysismessu á Dalvík fyrir 2-3 árum, þá féll ég í stafi er hann söng Haleljuja.  Vá..Vá.. Vissi strax að hann myndi vinna hvaða keppni sem væri, ef hann tæki þátt. Og það mun koma á daginn næsta föstudag, í  lokaþættinum. Geðveikt.. Vona að hann gefi út plötu sem fyrst...InLove

Aftur í ræktina á sunnudag, það er sko ekkert helgarfrí, þar sem ég tók frí í vikunni og svo í pottinn, risagöngutúr aftur með hundana hjá okkur Hófý. Ís og prins póló, af því veðrið var svo gott. Maður verður líka að verðlauna sig..FootinMouth

Gott í bili

Nóg að gera framundan... Ræktin sem ég er svo dugleg í  eftir vinnu, fundur í menninganefnd, kóræfing í kvöld, nú eru þær orðnar 2 í viku þar sem áformað er að halda tónleika í vor..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband