júró-sjón-AK

Fengum heimsókn frá sjónvarpi Akureyrar í fyrradag á vinnustaðinn. Þeir eru að gera einhverjar fréttir eða þátt um fyrirtæki held ég. Okkur Guðnýju þótti ekkert skemmtilegt að fá þessa heimsókn, þ.e.a.s þegar kveikt var á myndavélinni. Allt í lagi að spjalla við Helga Jóns þar fyrir utan. Skömmuðum hann fyrir að láta okkur ekki vita með fyrirvara. Þegar maður er orðinn fullorðinn eins og sumir á þessum vinnustað, vill maður nú fá að setja upp spariandlitið fyrir myndatöku, ég tala nú ekki um hreyfimynd eins og sjónvarp, þar sem ég er alltaf hrukkandi mig upp eða niður --  hissa- grimm - hissa - grimm.. Neituðum svo  að tala við hann, þ.e.a.s. útskýra vinnuferlið. Helga fannst þetta mjög ólíkt okkur, skildi held ég ekkert í hversu til baka við vorum. Það var ósköp einföld ástæða hjá mér, vaknaði of seint þennan morgunn og fór í sömu peysuna og ég var í daginn áður, með skyr á öxlunum eftir Konna litla, hárið á mér í allar áttir og skurður eftir rúmgaflinn í niður eftir andlitinu, en nei .. þetta sáu ekki karlmennirnir. Engin kona hefði viljað fá mig í viðtal svona útlítandi nema hún væri mjöööög illa innrætt.

Er fegin að þessi sjónvarpstöð, eða hvað þetta er næst ekki í firðinum fagra...

Veðrið æðislegt og við Gulla á leið í ræktina og svo pottinn á eftir. Við erum að lyfta eins og brjálæðingar, ætlum að vera orðnar svaka massaðar í lok maí.. Múhahaha.. Ganga með hundinn Perlu og kóræfing í kvöld. Svo það er alltaf nóg að gera. Sjóararnir mínir á sjó....

Er að hlusta á evróvision- lögin í vinnunni... búin að heyra nokkur góð.. en mikið af ömurlegum lögum fyrir minn smekk að minnsta kosti..

Gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband