Sól í sinni

Get ekki orða bundist yfir bónusfeðgum sem nú eru að flytja allt drallið úr landi, það sem ekki var farið fyrir löngu.. Ömurlegt að vera ekki hafin yfir lög í landinu þegar maður er ríkur.. uss uss uss.. Annað með hina vitleyingana sem brjóta af sér og taka afleiðingunum þegjandi og hljóðalaust,  geta ekki annað.

En þar sem veðrið leikur við okkur og sól er í sinni ætla ég ekki að vera að pirra mig yfir þessu, heldur njóta komandi helgar í botn, reyta arfa og verka til í garðinum, grilla og sóla mig í pottinum. Ef svo ólíklega vill til að þokuslæðingur leggst yfir fjörðinn ætlum við Ella sprella að flytja okkur til Akureyrar, taka sundföt með og leggjast upp á Freyju og Hörð. En það kemur nú varla til þess.

Á Krít lágum við Konni í sólinni á daginn og röltum svo í rólegheitum á kvöldin, horfðum á EM og sváfum frameftir á morgnana. Ég vaknaði yfirleitt á undan og skellti mér í bakaríið og færði mínum manni  nýbakað brauð og ávexti í rúmið. Mikið lúxusletilíf sem var á okkur. Grikkirnir eru líka svo notalegir, alltaf með bros á vör og þjónustulundin mikil. Erum staðráðin í að fara margar "tvö saman" ferðir í framtíðinni.

Góða helgi allir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég væri í stödu bónusfedga þá væri ég fyrir löngu farin úr landi med allt mitt hafurhask ég myndi ekki nenna þessari löngu vitleysu sem þeir eru búnir ad vera í :), fékk ekki Árni  uppreisn æru og er á þingi þad er nú eitt ruglid ad mínu mati sem sýnir þad er ekki sama hver madurinn er en þetta er bara mín skodun :),, en út í annad frábært hvad ferdinn hefur verid skemmtileg advitad á ad skreppa í margar svona ferdir bara 2 frá öllu bara notalegt :) knús knús

silla (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband