Gaman saman

Var í ömmuleik góðan part helgarinnar, þar sem Konni litli og Harpa Hlín fluttu yfir til ömmu og afa á föstudag. Fórum með þau í pottinn kl 23.10 um kvöldið.( Vona að enginn í barnaverndarnefnd lesi bloggið mitt) lékum okkur með þeim þar í góðan hálftíma svo klukkan var orðin ansi margt þegar börnin fengu að fara í rúmið. Á laugardagsmorguninn hoppuðum við svo aftur ofaní eftir morgunmatinn sem var í seinna lagi, þar sem allir sváfu frameftir. Skunduðum síðan í bílinn og fórum að  skoða miðaldarstemminguna að Gásum ásamt ömmu Freyju. Mæli með því að skreppa þangað. Sáum lítinn leikþátt og sönghópur söng gömul miðaldarlög, silfursmíði, kaðlagerð, þæfingu o.fl. o.fl. Hörpu fannst skemmtilegast að klappa kiðlingum sem þarna voru.

Grillað í góða veðrinu þegar heim kom. Amma og afi sofnuðu snemma á laugardagskvöld, enda afi og Lena að fara á sjó um nóttina. Einhverja hluta vegna erum við dauðþreytt eftir daginn með barnabörnunum, eins og þau eru þæg og góð. Veit ekki hvort þetta tengist aldrinum, verð líklega að viðurkenna að úthaldið er ekki það sama og fyrir 10 árum...Hlaut að koma að því.

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og skellti ég mér út í garð á sunnudag og dundaði þar fram eftir degi. Endalaust gaman að brasa þar og alltaf af nógu að taka.

Gott í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband