Berjablátt

WizardMinn ástkæri eiginmaður á afmæli í dagWizard

WizardTil hamingju með daginn elskan Wizard

já hann konni minn á afmæli og eyðir deginum við það sem honum finnst skemmtilegt.. með veiðistöngina í Brunná í Vopnafirði. Hann fór í gær og kemur líklega heim á morgunn, nei ekki heim, heldur á Húsavík og svo beint á sjóinn.

Lena er byrjuð að pakka niður, ég taldi um 20 skópör í kassa hjá henni og hélt smá ræðu um pláss í bílnum og forgangsröðun. Hún sagði mér að hafa ekki áhyggjur, bílstjórasætið væri mitt og hún myndi raða í bílinn. Skil bara ekki af hverju dætur mínar þurfa svona mikið af skóm. Hún á eftir að pakka stígvélum og var ég að reyna að benda henni á að það kæmi líka snjór á Austfjörðum og hún þyrfti ekki svo mikið að opnum blankskóm en það er alveg sama, hún þarf alla þessa skó segir hún.

Ég hef þegar tilkynnt að það þýði ekki að hringja heim og biðja mömmu að senda þetta og hitt sem ekki komst í bílinn, eða "gleymdist" (því skótauið tók allt plássið).  Nei hún ætlar ekki að gleyma neinu mikilvægu. Ætlum að keyra á Norðfjörð á fimmtudag en þá verður skólinn settur og fyrsti skóladagur er svo á föstudag. Vonandi plummar hún sig fínt stelpan í hárgreiðslunáminu... Nú er bara að krossa fingur .... og senda henni góða strauma...

Berjadagar afstaðnir. Ég fór í gærkvöldi á Berjablátt afmæliskvöld í Tjarnarborg og varð ekki fyrir vonbrigðum, frábærir listamenn matreiddu fjölbreytta tónlist sem ég hafði mjög gaman af. Fyrir framan okkur mæðgur sat Höddi Björns (skólastjóra) ætli þetta sé sonur Harðar Björns skólastjóra sagði mamma við mig. Nei þetta er Hörður sjálfur sagði ég og hló. Mamma ætlaði að rífa í öxlina á honum, en ég stoppaði hana... Þá sagði þessi elska: ég ætla að segja honum að ég hafi haldið að hann væri sonur sinn... MMMjög fyndið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frú Sigríður. Hjartanlega til hamingju með bóndann og smelltu einum kossi á karlinn frá okkur

Guðrún María (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:31

2 identicon

Geri það mín kæra, þegar ég næ í skottið á honum næst.. Kv- Sigga

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband