Allt að gerast..

Komin tími á blogg.

Handboltafárið í hámarki í kvöld þegar okkar menn verða hylltir og þjóðarstoltið veldur manni nánast yfirliði. Ætla að sitja límd við kassan og ekki missa af neinu, reika líklega milli stöðva svo maður sé með á nótunum báðu megin.  Allir að panta pizzu í kvöld.

Fórum austur með Lenu á laugardag og leist henni vel á vistina og allt það. Skólinn er byrjaður og henni finnst þetta voða gaman og spennandi. Vona að svo verði áfram. Bryndís vinkona hennar og sonur frá Dalvík eru líka á vistinni og gott að vita af einhverjum sem maður þekkir í grenndinni...

Sigga, Ólöf og Gulla fóru á MAMMA MIA í bíó.. aftur.. sungum, hlógum og skemmtum okkur og slepptum fram af okkur beislinu. átum popp og drukkum kók. Fórum á klósettið í bíóinu, sumar á kvennaklósettið, aðrar á karlapisseríið... ( Hver ætli það hafi verið?)...Fórum í búðir og fengum okkur að borða.. Gaman saman.. Heimsóttum Jónu Lísu í vinnunna (AK. -kirkja) og skruppum með henni yfir í sveitina á nýja fallega heimilið hennar í sveitinni.. Alveg yndislegt húsið hennar og útsýnið frábært.

Á sunnudag var lítill maður í næturgistingu hjá ömmu og afa, skemmtilega stilltur og svo góður að fara að sofa í ömmuholu. fór síðan með hann á leikskólann á mánudag, en hann er nýbyrjaður og segja fósturnar mér að hann sé svo blíður og góður að þær þurfi að passa upp á að gleyma honum ekki.. ögn líkur pabba sínum þessi drengur..múhahaha.. En hann er nú bara nýbyrjaður og á eflaust eftir að láta vita af sér svo hann gleymist ekki. Ég er auðvitað að tala um Konna Þór júníor. Harpa systir var á spítalanum að láta fjarlægja rör úr eyrunum og gekk það með glans, enda dugleg stúlkan sú og kallar ekki allt ömmu sína..Skemmtilegir krakkaormar sem ég á. ójá..

Kallarnir á sjó og fiskerý ágætt. Kóræfing í kvöld .. alltaf nóg að gera..Smile

Freyja og Hörður komin endurnærð úr sólinni á Spáni, hlakka til að hitta þau um helgina á menningarnótt á Akureyri sem ég ætla ekki að missa af enda frábærir listamenn í boði og ýmsar uppákomur um allan bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hellú... við hlökkum bara til að fá þig í heimsókn til okkar.... Annars man ég þetta atvik svo öðruvísi... Mér finnst svo eins og að við höfðum ekki farið niður.. en hvað um það... vonum að það rigni ekki jafn mikið núna og þá, Sjáumst á morgun

kv.Freyja og Hörður

Freyja (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:23

2 identicon

Hæ skvís, við fórum útaf veginum og í rólegheitum á niðurleið, ekkert bratt eða þannig, enda ruslahaugarnir alveg við bæinn, en ekki úti í Múlanum. Hlakka til að sjá ykkur..

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband