Sorgardagar...

Það ríkir mikil sorg í firðinum okkar fagra þessa dagana. Það er einhvernvegin drungalegt um að litast, allir niðurlútir og skortir orð til að lýsa tilfinningum sem bærast eftir þær hörmungarfréttir sem bárust okkur á þriðjudaginn.

Ég bið góðan Guð að lina sársaukann sem heltekur nú fjölskyldu og ástvini Hrafnhildar Lilju og gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Víst er að minningin um fallegu og brosmildu stúlkuna þeirra mun lifa í hjörtum okkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæl Sigga mín. Þetta eru rosalegar fréttir. Vesalings fólkið. Það á ekki af þeim að ganga blessaðri fjölskyldunni, enginn takmörk  á því hvað frá þeim er tekið. Ég tek undir allar þínar fyrirbænir og vona að Guð líti til þeirra af náð sinni. Hugsa heim til ykkar allra og þá sérstaklega Lilju og Líneyjar, Gogga og fjölskyldu. Líði þér sem bezt frænka litla. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.9.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband