Styrktartónleikar Friðriks Ómars og Grétars

Var á yndislegum tónleikum í kirkjunni í gærkvöldi. Þar var þéttsetinn bekkurinn og nánast fullt í safnaðarheimilinu líka. Friðrik Ómar söng eins og engill við undirspil Grétars Örvarssonar. Tær og falleg rödd dalvíkurdrengsins fyllti kirkjuna og hann náði inn að beini á manni. Ég var með kökk í hálsinum og tár í auga alla tónleikana. Það skapaðist svo friðsælt samkenndar-andrúmsloft í fallegu kirkjunni okkar.. Takk fyrir frábæra tónleika og lagaval sem hitti svo sannarlega í mark.

Takk fyrir að gefa okkur ólafsfirðingum tækifæri á að sýna samkennd okkar í verki.

Freyja var með tískusýningu í VMA í gærkvöldi að beiðni nemendafélagsins. Smalaði hún saman því sem hún hefur verið að hanna og sauma í sumar og voru allir mjög hrifnir. Hún sagðist þó ekki hafa tímt að sýna neitt úr nýju línunni sem hún er að hanna, og verður kynnt með pompi og prakt í næsta mánuði. Það verður spennandi að fylgjast með því, enda er hún með stór áform á prjónunum varðandi það stelpan. Leyndó ennþá..

Lena var að spá í að skjótast heim um helgina, á laugard, en ég dró heldur úr því vegna veðurs og það yrði svo stutt stopp. Styttist líka í vetrarfrí hjá henni í skólanum svo hún kemur bara þá.

Við Gulla erum komnar á fullt í ræktinni, erum að klára viku nr. 2 í dag og erum staðráðnar að halda okkur við efnið fram að jólum.  Enginn hætta á að það klikki þegar við komumst í gírinn á annað borð.

Vetrarstarf kórsins hafið fyrir alvöru svo nú er allt að færast í eðlilegar skorður hjá manni og gaman að vera farin að æfa fyrir aðventutónleikana. Gott að fara á æfingu og gleyma falli krónunnar, og körfubílaláninu mínu í smá stund. Annars hef ég ákveðið að láta það ekki pirra mig þó afborgunin hækki og hækki, heldur þykir mér bara enn vænna um bílinn minn og klappa honum meira og er farin að tala við hann: þú verður nú að standa þig í vetrarfærðinni.. þú ert orðinn svo dýr væni minn.

Það þýðir ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar, þær eru allstaðar ef maður vill bara sjá þær.

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér ekkert ad vera fárast yfir svona enda allt bara ad fara til ansk.... og ekkert sem þú getur gert vid því þannig þad þýdir ekkert ad velta sér uppúr þessu :) vertu bara dugleg ad tala vid og klappa bílnum:)  þá stendur hann sig vertu viss hehe

silla DK (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:25

2 identicon

Þú ert svo yndisleg og yndislega jákvæð alltaf, virkilega upplífgandihér eftir klappa ég líka mínum

Þórgunnur og Arnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:06

3 identicon

Rétt hugarfar þetta!! það er nú ekki eins og hlutirnir batni við pirringinn, við höldum þessu bara á floti hérna norðanheiða,, kv.Biddý

Brynhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband