Kórinn að róast...

Í gær var afmælisdagur Gumma bróður, fór ekki með kerti í kirkjugarðinn þar sem allt er á kafi í snjó og síðan var á fimmtudaginn kveikt á leiðiskrossunum og jólatréinu í garðinum. Sungum þar kirkjukórinn eins og alltaf. Góð stund.

WizardGuðný vinnuvinkonufrænka mín á afmæli í dag þessi elskaWizard

WizardHjartans hamingjuóskir mín kæraWizard

Tónleikarnir (Aðventustundin) tókust vel og var full kirkja og safnaðarheimili. Alveg frábært hvað bæjarbúar eru duglegir að sækja tónleika hjá okkur, held að kórinn sé góður, enda Ave alveg frábær stjórnandi og metnaðarfull og nær öllu út úr okkur sem við höfum held ég. Hún hættir ekki fyrr en hún er ánægð. Fórum síðan á Hornbrekku og sungum fyrir heimilisfólkið þar.

Guðrún Jóns kórsystir okkar átti stórafmæli á dögunum og bauð okkur síðan til veislu í safnaðarheimilinu að sögn loknum, æðislegir smáréttir, terta og nammi.. Æðislegt.

Stefnan sett á Dalvík í kvöld, en þar ætlum við að vera með tónleika kl. 8.30 í kirkjunni. Hlakka bara til þó ég  eigi ekki von á fjölda fólks, en það gerir ekkert til. Við ætlum bara að hafa gaman að þessu. Allavega held ég að Hreinn móðurbróðir minn og Rakel mæti og kannske þekkja hinir í kórnum einhverja á Dalvík sem þeir geta skipað að mæta...hehehe

Mikið er samt gott að nú fer kórastandið að minnka í bili og við taka hefðbundnar æfingar bara ein í viku eða svo.

Freyja kom um helgina, var hálflasin stelpan en kom nú samt á tónleikana og var með Völu á markaðnum á sunnudag sem gekk vel og auðvita seldu þær kanelterturnar mínar, en ekki hvað.

Lena er að klára prófin á morgun og kemur væntanlega norður í jólafrí á sunnudag. Hlakka mikið til að fá hana heim í fjörðinn fagra, verst að hún hefur ekki fengið neina vinnu í fríinu, svo ef þið vitið um eitthvað... hafið samband.

Eigum góða daga..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband