Frostrósir..Fjárhús..

Tónleikarnir á Dalvík tókust mjög vel. Það voru ekki margir að hlusta, en við reiknuðum nú ekki með því, töluðum um að ef stjórar kórsins vildu að við yrðum í útrás, væri betra að fara inn í Árskóg eða alla leið á Akureyri, þar eiga kórfélagar allir einhverja ættingja og vini sem hægt er að neyða á tónleika.

Það verða líklega fleiri á tónleikunum sem við Konni erum að fara á í kvöld. Frostrósir ásamt góðum gæjum, Garðari Cortes og Jóhanni Valdimar, held ég, og við hlökkum ekkert smá til að skella okkur í íþróttahöllina á Akureyri og njóta.

Ætlum að nota daginn á Akureyri og versla nokkrar jólagjafir og dúllast aðeins. Það er nefnilega fínt að fara í búðarráp með Konna mínum, mörg ár síðan hann hætti að spyrja "ertu ekki að koma" ertu ekki að verða búin?" nú bíður hann bara þolinmóður við hlið mér,  og tekur pokana og hefur yfirumsjón með því að ég týni engu og spyr: hvert næst? Dásamlegt...

Styttist í að Lena og Perla komi að austan í jólafríið, á sunnudaginn.. hlakka mikið til að fá þær stöllur heim.

Sigurður Óli er hinsvegar á sjó og kemur ekki fyrr en 22. des, og veit ég að það eru mikil viðbrigði fyrir hann og Völu og krakkana að vera svona lengi og ekki í símasambandi nema endrum og sinnum, en hann uppsker vel í lokinn í launaumslaginu vonandi..hehe.

Á laugardag er okkur svo boðið í fjárhús á Kleifunum hjá þeim EGOistum Gumma, Óla Hjálmari og Eggerti. Ég veit ekki hvað mun fara þar fram en dettur í hug að þeirra eiginkonur ætli að leika fyrir okkur helgileik.. María, jósef og jesúbarnið. Gaman að vita hvernig hlutverkaskipanin verður ef ég hef rétt fyrir mér..

Góða aðventu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband