Ég er að drepast.......

já, jólin eru farin og við hefur tekið hinn hversdagslegi veruleiki sem er satt að segja ekki svo uppbyggjandi og skemmtilegur ef maður fylgist með fjölmiðlum, erum enn í kreppu og ekkert sem bendir til annars en hún sé komin til að vera næstu árin.

Gott ráð er að fylgjast ekki með, taka sér frí frá fréttum og umræðuþáttum, fara í ræktina og ganga nánast frá sér í lyftingunum .. með strengjum og vanlíðan sem síðan breytist í vellíðan ef maður er nógu bjartsýnn til að telja sjálfum sér trú um að verkirnir sem heltaka mann uppúr og niðurúr séu góðir og maður sé nú þvílíkt heppin að finna svona mikið til því skilaboðin frá skrokknum segja að maður hafi nú verið duglegur og tekið á því.

Ég er í þessum sporum núna, get vart gengið, setið eða legið. Við Gulla byrjuðum aftur eftir jólafríið nú á mánudaginn og hver dagur er hreint helvíti, að þurfa að komast fram úr rúminu, klæða sig, komast í skó, útí bíl og úr honum aftur. Gekk svo langt að troða mér í strigaskó án þess að beygja mig og fá svo fólk í búðinni til að reima þá á mig þar sem ég er ein heima og treysti mér ekki til að reima. Hefði farið á inniskónum ef ekki væri fyrir hlákuna, gat ekki hugsað mér að vera blaut í fæturna í allan dag.

Freyja kemur til mömmu í dag, talaði um að við færum út á göngu, ég tek það ekki í mál, hef ekki heilsu í svoleiðis vitleysu... Ætlum að elda eitthvað gott, baka smá og liggja í pottinum ef ég hef þrek til að moka snjóinn ofan af honum.. Vonandi gengur það upp, hef hins vegar áhyggjur af því að komist ég ofan í muni þurfa gríðarlegt átak að koma sér uppúr aftur, svo ég veit ekki hvort ég þori að taka sénsinn.. kemur í ljós.

líkamsrækt er góð í hófi, en við Gulla kunnum okkur ekki hóf og því fer sem fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þad er aldeilis sem þid hafid tekid á því hehe eg held ad Freyja hjálpi þér bara uppúr ef þú verdur god :) er ekki sagt ad þad sé gott ad fara í pottinn þegar madur er med strengi og svona ekki ad ég viti þad þar sem ég er ekki svona dugtig í rækt eda á pott hehehe hafdu þad gott og ég skiladi kvedjunni til skólastelpunnar og bydur hún voda vel ad heilsa og vid líka knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:36

2 identicon

já Silla mín. Það var einmitt það sem gerðist Freyja ýtti að rassinn á mér svo ég komst uppúr aftur, og er miklu betri í skrokknum á eftir.. kv- Sigga

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband