Barbie er steindauð..

Helgin framundan og konukvöld leifturs á hótelinu annað kvöld. Er þegar orðin spennt og hlakka til að eiga skemmtilegt kvöld með kynsystrum mínum. Hatta eða eitthvað höfuðskraut er þema kvöldsins og verður maður ekki í vandræðum með að skella skýlu á hausinn.

Verð að rifja upp konukvöldið um árið þegar jónína Ben var fengin til að koma með fyrirlesturinn um að barbie væri dauð. Það hefði bara verið frábært í alla staði það kvöld ef aðalfyrirlesarinn hefði mætt og skemmt okkur... en nei... sú ágæta kona ruglaðist á helgum og þegar við loksins náðum á henni í síma lá hún fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér í henni Reykjavík.

Við Jónína frænka vorum í vægu taugaáfalli allt kvöldið, þar sem við þurftum að halda uppi fjöri  í 3 klst. ásamt fleirum sem voru með okkur, það voru allir brandarar sagðir a.m.k. tvisvar og farið í hangikjötslæri og Jón í kassaverksmiðjunni og eflaust fleiri hreyfileiki sem við kunnum. En aðallega vorum við að hvetja konurnar að fara á barinn, sem þær gerðu þessar elskur og skemmst frá því að segja að allt áfengið á barnum kláraðist og karlarnir okkar fengu sjokk þegar þeim var hleypt inn í húsið um miðnætti.. Annað eins konufyllerí hefur aldrei sést fyrr né síðar í Tjarnarborg. Þurftum að hringja í alla sem okkur datt í hug að ættu flöskur heima í skáp og keyra svo um bæinn og safna áfengi til að selja á ballinu.. Þetta var alveg ótrúlegt kvöld.. og salan á barnum var met.. Ekkert karlakvöld, hefur enn toppað þetta stuð hjá kerlunum.

Jónína Ben mætti svo viku seinna og hélt þennan bráðskemmtilega fyrirlestur yfir okkur, svo konurnar fengu bara aukakvöld, en þá var bara kaffi og léttmeti á boðstólnum.

Ég vona að mafíufrænkan hún Anna Hilda sem ætlar að vera veislustjóri og skemmta okkur annað kvöld, sé alveg með það á hreinu að þetta er núna um helgina og reyndar efast ég ekkert um það, hún klikkar ekki frekar en hún á kyn til.

Svo kæru konur.. allar á konukvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband