Góð helgi að baki

Yndisleg helgi að baki. Aðventuhátíð okkar gekk glimrandi og fengum við mikið lof fyrir frammistöðuna og gestasöngvarar okkar ekki síður. 240 manns í kirkjunni okkar sem er hreinlega að verða of lítil.

Lena kom svo á laugardagskvöld með Valgeir englabossa, fundum fyrstu tönnina hans í gærkvöldi.. bráðþroska drengur eins og mamma sín :).

Ellen Helga var að keppa í fimleikum á laugardag, í fyrsta sinn og gekk vel, svo dugleg stelpa hún Ella sprella:)

Arnar, Þórgunnur og Vigfús gleðigjafi komu í kaffi til okkar í gær, var Vigfús ekkert yfir sig hrifinn þegar mamma hans var að halda á Valgeiri Elís. hehehe.

Frostrósatónleikar síðan í gærkvöldi, bara yndislegt... og Margrét Eir og Hera alltaf flottastar, fannst annars vera pínu þreyta í liðinu, ekki skrítið þar sem aukatónleikarnir voru fyrr um daginn.

Komin í sannarlegt jólaskap,ætla bara að njóta þess og vera ekki með neitt stress þó gleymist að þrífa eitthvað skúmaskot eða skáp.

Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband