Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Dýrðardagur..

Þvílíkur dýrðardagur!! hitinn hér í firðinum fagra er komin upp í 15.2 gráður, sunnan gola og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að rjúka ekki út í garð og hreinsa blómabeðin,, en ég veit af fyrri reynslu að það er ótímabært. Það á örugglega eftir að kólna og snjóa áður en vorið kemur fyrir alvöru. Svo ég ætla bara að tína rusl af lóðinni og sópa séttir í dag.Smile

fór í ræktina og svo í pottinn í morgun, það var slatti af fólki og fullt af börnum, gaman að sjá hvað allt lifnar við þegar hlýnar.

Arnar hringdi í morgunn, þau voru á ströndinni og höfðu það gott. Hann sagði að mamma væri í skýjunum, þau eru að þvælast með hana um allt, og sagði að ef þau  leyfðu henni að setjast niður...þá sofnaði hún... ég bað hann nú að klára hana ekki svo hún lægi ekki í rúminu þegar við mætum á svæðið.

Jæja, best að koma sér út í góða veðrið.Cool


Grænt eða grátt..

Enn einu sinni komin helgi. Ég skil þetta bara ekki hvað tíminn er fljótur að líða. Jólin eru nýbúin og páskarnir að koma. Þetta er ekki eðlilegt.. En samt gott að tíminn liður hratt akkúrat núna, því ég get ekki beðið að komast í sólina og góða veðrið.. Það er enginn friður fyrir Arnari og co á Canarí (nota ý og í til skiptist, því ég er ekki viss..) þau eru alltaf að hringja, leiðist svo eftir mér.. hlýtur að veraCool Nei ..mamma gleymdi gleraugunum sínum á gistiheimilinu í KeflavíkBlush svo ég þarf að mæla mér mót við einhverja konu í Leifsstöð kl 5 á miðv.dags. morgun og ná brillunum svo gamla geti séð eitthvað seinni vikuna..he..he..

Hófý og Þórður komu í kaffi í fyrrakvöld og Hófý gleymdi símanum sínum.. Guð minn góður!! hvernig verður fyrir mig, svona akkúrat ekki gleymna manneskju að vera með þessum ellismellum í marga daga, ég vissi að við þyrftum að passa upp á mömmu, en..hin.... 

Skyldi vera sól í Hafnarfirði í dag? Ég er svolítið spennt fyrir Álvers-kosningunum þar, mér finnst hún vera svolítið hættuleg þessi umræða að það megi bara ekki virkja neinstaðar, og allt eigi að vera vænt og grænt. kommon .. Það hlýtur að vera hægt að fara milliveg. Hef verið að lesa bloggið hans Ómars Ragnarssonar, fannst hann skemmtilegur þegar ég var krakki, en hann er nú bara orðin snar-ruglaður karlgreyið..Ef maður er ekki grænn, þá er maður víst grár, að mati umhverfissinna. Það er grænt eða grátt,,svart eða hvítt, og ekkert þar á milli.. Ég vil eiga kost á fallegri náttúru, hreinu umhverfi, fara bil beggja, en ég nenni ekki að fara í torfkofann aftur með grútarlampa.Frown

Eins og einn góður vinur sagði um daginn að hann ætlaði að setja upp kertaverksmiðju, það væri eina vitið, ef vinstri grænir kæmust að , og lokuðu fyrir rafmagnið... þá verður gott að eiga nóg að kertum...Shocking Þetta var auðvita grín hjá honum..en..

Konni landaði rúmum 11 tonnum í fyrrakvöld, síðan var bræla í gær. svona er það nú..

Nóg í bili.


Ummmm...

Arnar hringdi í mig í hádeginu, sæll og glaður, lentur á Canarí í 25 stiga hita og sól.. eins og mér sé ekki sama.. nei djók..Cool gott að vita að það snjóar ekki á þau. Ég get varla beðið eftir að komast út, fara úr sokkunum, í stuttbuxur, og sandala, klæða mig helst ekki i viku, né vaska upp, ekki setja í þvottavél, ekki elda mat... bara liggja og tjilla, göngutúrar, í hægum gangi, út að borða á kvöldin...ummmmmmmmmmmmmmmmm...ummmmmmmmmmm..

Árshátíð skólans gekk vel og voru sýndar skemmtilegar stuttmyndir frá hverjum bekk, dagskráin var kannske heldur löng, en þetta slapp til. Andrea var kynnir og stóð stelpan sig með stakri prýði...minnti mig á þegar ég var kynnir á árshátíð GÓ fyrir margt löngu, í gráum síðum skilkikjól sem Gulla átti, og erum við nú að spá í hvað varð af þessum kjól. Ef einhver veit...vinsamlega látið Gullu vita...Smile

Maturinn var mjög fínn og eiga kennarar og foreldrar heiðurinn af honum.. Nú eru Harpa Hlín og konni litli Þór komin með sameiginlega síðu á barnalandi, gaman að skoða hana..Halo

nóg í bili.


Betra er seint en aldrei..

Ég gladdist ákaflega þegar ég las á mbl. að ríkisstjórnin hefði samþykkt að setja 90 millur í ferðasjóð fyrir íþróttafélög.. komin tími til að jafna aðstöðumun félaganna á landinu. Ég man þá daga er við vorum að burðast með svakalegan ferðakostnað í fótboltanum í úrvalsdeildinni, flestir leikir voru fyrir sunnan og tók mikinn tíma og mikla peninga að ferðast. Þá vældu forráðamenn liðanna  á höfuðborgarsvæðinu yfir að þurfa að koma norður í einn leik á sumri.. það var svo dýrt... Ómögulegt að vera með litla Leiftur í toppdeildinni... Mikið var að menn áttuðu sig..Smile

Arnar og Þórgunnur kvöddu mig áðan, voru að fara suður og út í fyrramálið..það var ekki laust við að ég öfundaði þau, það er snjómugga hér.... En bara vika þar til ég verð komin í sólina til þeirra ..svo ég ætla að halda ró minni. Árshátíð Grunnskólans er í kvöld, ég ætla með Andreu, fyrst foreldrarnir eru farnir, hlakka til, árshátíð krakkanna er alltaf skemmtileg og flottur matur og alles...

Nýtt fyrirtæki var stofnað hér í bæ s.l. föstudag. Ægir Ólafs er komin með fyrirtækja-veisluþjónustu.. já, hann mætti hjá okkur stundvíslega kl. 10. á kaffitíma með vöfflur, sultu, súkkulaði og rjóma. Og erum við komin í föstudagsáskrift. Ekkert smá glæsilegt.. Hægt er að hringja í hann með stuttum fyrirvara og panta Coolgúmmelaði með kaffinu.

Annars allt í góðu, bilaði reyndar hjá Konna, en verður komið í lag í dag..landaði 6 tonnum í gær karlinn. Nafni er ákaflega góður, sefur og drekkur, sefur og drekkur..eins og ungabörn eiga að vera samkvæmt uppskriftum í bókum.

Nóg að sinni.


Fjör á Hlíðarveginum

Það er búið að vera mikið fjör hér á Hlíðarvegi 48  siðasta sólarhringinn. Orri, Ellen og Harpa Hlin eru í heimsókn hjá Ömmu og afa.. Fórum og kíktum á snjósleðamótið seinni partinn í gær og fannst þeim misgaman eftir aldri. Ellen vildi auðvita komast í návígi við fólkið , en Orri vildi vera í hæfilegri fjarlægð., og Harpa var bara í fanginu á afa.. Það var öruggast, enda mikill hávaði sem fylgir svona mótum, en það var mjög gaman að fylgjast með, og ótrúlegt að þeim sem stóðu að mótinu skyldi takast svo vel til í snjóleysinu sem hér er. Hitin var um 7-8 stig og vindur. Vona að það fari nú að vora smám saman. Mamma kom svo og kvaddi alla í gærkveldi, var að fara suður í morgunn áleiðis til Canarý, fer út á miðvikudag ásamt Arnari og Þórgunni..Smile Við Konni, Þórður og Hófý förum svo viku seinna, ætlum að eyða smá tíma saman systkynin og mamma... í sólinn um páskanaCoolGrin

Það verður ekkert smá skemmitlegt, við erum búin að hafa lúmskt gaman að mömmu út af þessari ferð, því hún er mjög spennt fyrir að vera með börnunum sínum og hefur verið að lesa okkur lífsreglurnar í hinum ýmsum efnum. Fyrir nokkrum vikum sagði hún mér að hún ætlaði með pönnukökupönnuna með sér svo hún gæti bakað pönnsur handa okkur.....og bað mig að koma með ...vanilludropa... Ég dó næstum úr hlátri.. sagði að ef hún nennti að dröslast með pönnuna.. gæti hún gott og vel farið með dropana líka.. hún hlýtur að hafa verið að meina litlu glösin.. ekki lítersflöskuna!!! Svo endirinn varð að hún fór bæði með vanillu og kardó dropa.. bara að hún verði nú ekki tekin með þetta í tollinum ....GetLost

En við erum að fara á AK að hitta prinsinn, og skila eitthvað að börnum og ætlum í bíó með þau eldri

gott að linni.


Lífið - notkunarreglur..

Freyja mín fór á generalprufu á leikritinu hans Þorvaldar FRÆNA míns, í gærkvöldi og var yfir sig hrifin af verkinu..Lífið - notkunarreglur. Mér skildist á henni að þau hafi nánast verið leikendur í stykkinu, leikarar töluðu til þeirra og náðu góðu augnsambandi.. Hún fann sinn boðskap í verkinu..  og er nú þegar búin að venda lífi sínu í kross og forgangsraða upp á nýtt.Smile Henni fannst textinn mjög góður og mátulega ...djúpur.. tónlistin frábær, uppsetningin skemmtileg (sviðið og búningar) og leikararnir góðir. Verkið bara falleg og skemmtilegt. Það er ljóst að Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileika sína í ritsmíðum..og fleiru, hann er ekkert smá heppinn að vera skyldur mér..Wink

Ég sauðurinn, ætlaði að sjá verkið fyrir páska, en samkvæmt nýjustu fréttum er orðið uppselt á einar 12 sýningar, svo ég þarf að bíða.. og bíða. Hugsaði ekki út í það að panta miða. Til hamingju sýninguna Þorvaldur.Smile Frumsýningin er í kvöld.

Við hjónakornin fórum á tónleika með Stebba Hilmars og Eyfa í gærkvöldi í Tjarnarborg. Þeir voru alveg yndislegir, bæði tónleikarnir og þeir félagar. Spiluðu gamalt og nýtt í bland, aðallega gamalt, enda orðnir harðfullorðnir mennirnir. Góðir lagasmiðir og Stebbi alveg einstaklega góður textahöfunur. Skemmtilegt spjall þeirra við tónleikagesti á milli ábreiða. Gaman að sjá hversu vel var mætt á tónleikana og ljóst að Ólafsfirðingar láta ekki góða skemmtun fram hjá sér fara.

Takk fyrir mig.


Góðir hlutir gerast hægt..

Góðir hlutir gerast hægt, bestu hlutirnir gerast aldrei.... finnst fólki úr á landsbyggðinni...Þetta sagði góður náungi sem heimsótti okkur í vinnuna í morgun..   lét þessi orð falla af einhverju tilefni sem ég man nú ekki lengur hvað var..Smile Mér finnst þetta alveg frábær setning.. Þetta lærði ég í brennsameðferðinni um árið að góðir hlutir gerðust hægt, en ekki með að það besta gerðist aldrei..he..he.

Ég treysti mér nú loks til að skrifa um hrylling sem ég lenti í um daginn.. ekki einu sinni heldur tvisvar..Verð að koma þessu frá mér..

Málið er að ég lærði fyrir nokkrum árum af einum AA félaga mínum, að ef maður sæi eitthvað sem mann langaði í, ætti maður ekki að kaupa það strax, heldur bíða í viku.. og ef mann langaði enn jafn mikið í hlutinn(og ætti fyrir honum) gæti maður skoðað að kaupa hann, því maður er oft að kaupa einhvern bölv.. óþarfa..Smile Ókey.. Mér fannst þetta brilljant og hef farið eftir þessu..

Ég er skósjúk, þetta er arfgengur kvilli, sem erfist eingöngu í kvenlegg og eru báðar dætur mínar haldnar þessum sjúkdómi. Freyja er sínu verr farin en við Lena(held að hún eigi um 70 skópör, reyndar flest keypt í kíílóatali hjá Rauða krossinum og hjálpræðsihernum). GetLost

Ég sá semsagt enn eina draumaskóna fyrir nokkrum vikum, skó sem ég er búin að bíða eftir að einhver framleiddi handa mér.. voða góðir skór með litlum sem engum hæl, sem mér finnst kostur, mikið mjúkir og svartir og allt... Akkúrat skórnir sem mig vantaði núna... (veit ekki hvort Konni yrði sammála að mig bráðvantaði skó) en ég ákvað að bíða og sjá hvort mig langaði jafn mikið í þá næst þegar ég færi í bæinn.. Alla vikuna hugsaði ég ekki um annað en skóna, sem biðu mín í næstu bæjarferð... mér versnaði og versnaði eftir sem leið á vikuna og loks kom föstudagur og ég brunaði í bæinn til að kaupa skóna....EN...ÞEIR VORU BÚNIR Í MÍNU NÚMERI...ARRR..GRR...Sideways ÉG VAR GRÁTI NÆR Í BÚÐINNI, EN KOMST ÚT Í BÍL ÁÐUR EN ÉG GAF TILFINNINGUNUM LAUSAN TAUMINN...Ákvað svo að kaupa peysu sem mig bráðvantaði í vinnuna... nýja gollu á nýja vinnustaðinn..hafði séð hana í fyrri bæjarferð..HÚN VAR BÚIN LÍKA.. Ef að Þessi fj.. AA félagi minn er ekki búinn að vera með hiksta í viku þá veit ég ekki hvað...AngryAngry

Lærdómurinn= kAUPTU NAUÐSYNJAR EINS OG SKÓ OG PEYSUR STRAXXXX EF ÞÉR LÍST VEL Á.. Ef ekki ... kaupir einhver annar það..Ef að þetta var ekki píslarsaga nú á föstunni fyrir páska. Olli mér að minnsta kosti mikilli þjáningu og gerir enn..

Vala og Konni litli eru komin heim af fæðingardeidinni, allt gengur vel, held að ég verði að skreppa eftir vinnu á morgunn og kíkja á prinsinn. Konni gamli kom í land á Raufarhöfn í morgun með 3 tonn, það er vitlaust veður, en þeir fóru út aftur..

Mál að linni


Amma á bláu skýi..

Jæja... Nú er maður búin að kikja á nýjasta fjölskyldumeðliminn og er skemmst frá því að segja að hann er bara yndislegur drengurinn.. Hann sagði: Komdu nú sæl og blessuð amma, þegar hann sá mig,, eða mér fannst hann langa til þess en þó hann sé stór, fallegur og mjög gáfulegur er hann nú ekki farinn að tala, en það styttist í það.. Hann er bara alveg eins og pabbinn, það er alveg ótrúlegt hvað hann er likur honum.. Nei... nei það er ekkert ótrúlegt.. Halo Siggi er mjög frekur þegar kemur að genunum.

Vala var mjög hress, ekki hægt að sjá það á henni að hún hafi verið að fæða þennan mola, og Harpa Hlín var mjög hrifin af litla bróa, klappaði honum og kyssti.. Ellen Helga er líka orðin spennt að koma norður, til að skoða litla...Við hittum Orra ekki í dag, en töluðum við mömmu hans, tökum hann með í næstu heimsókn...Smile

En í annað... Það var messa á Hornbrekku á sunnudag og ég dreif mig í sönginn, það var góð ræðan hjá Mundu eins og alltaf, hún var að tala um hamingjuna og vitnaði í bókina hennar Lindu Pé, sem var falleg fræg og rík, en hún hefur ekki alltaf verið hamingjusöm blessunin. í stuttu máli sagði presturinn að að þó við keyptum okkur nýjan bíl, eða ný brjóst (já Munda sagði: ný brjóst) gerði það okkur ekki hamingjusöm, því eins og við vitum vonandi flest, fæst hamingjan ekki keypt, heldur kemur hún innanfrá. Maður þarf að vera sáttur við sjálfan sig og glaður með það sem maður hefur..

Í dag er ég mjög hamingjusöm... Allir í fjölskyldunni minni eru frískir... í dag...og hvað er hægt að biðja um meira... EKKERT.. Ekkert annað skiptir máli, þegar maður hefur upplifað annað finnst manni hlægilegt að gera sér rellu út af einhverju veraldlegu dótaríi..Woundering Ég gleðst yfir því að bíllinn minn fari í gang á morgnana...og hann frýs ekki fastur meðan ég er í vinnunni..(það hefur gerst)..ó..já..

Heilsaði upp á frænkur mínar á Hornbrekku, Siggu og Dóru Ingimundar.. fæ mér yfirleitt kaffi með þeim eftir Hornbrekkumessurnar. Það er svo gaman að spjalla við þær og svo slúðrum við Sigga um ættingjana, sem er skemmtilegt.. Ólöf vinkona mín verður eins og Sigga ... eldgömul og eiturhress á tíræðisaldrinum... man allt..verður örugglega alltaf að leiðrétta mig og segja mig bulla...nei alveg rétt.. ég verð dauð löngu á undan henni .. út af sígarettunum.. jæja það verður bara að vera svo..Ólöf verður sjálfsagt með börnunum mínum á Hornbrekku...það eru Ingimundargenin.. nú er ég alveg búin að missa mig í vitleysu.. svo best að linni að sinni. djö..rímaði þetta flottFootinMouth

Ókey.. er skal viðurkenna ... að ég myndi ekki fara í fýlu þó ég fengi nýrri bíl...kannske nýtt nef, því ég er með MJÖG FLOTT BRJÓST.. þegar þau eru í brjóstarhaldaranum...

þetta var svo flott áðan..Smile

best að linni að sinni..

 

 


VELKOMINN Í HEIMINN...

Halo ELSKU VALA ÖSP, SIGURÐUR ÓLI, HARPA HLÍN OG VIÐ ÖLL HIN...ELLEN, ORRI, ÖMMUR, AFAR, FRÆNKUR OG FRÆNDAR..

TIL HAMINGJU MEÐ LITLA ENGILINN.HaloHalo

Já hann er kominn í heiminn 18 merkur og 55 sm. strákurinn. Allt gekk vel og heilsast móður og barni fínt.. Hann var nefndur strax ..KONRÁÐ ÞÓR.. svo afi Konni hefur eignast alnafna og er ekkert smá grobbinn..SmileSmile Fallegt af þeim að yngja gamla upp, veit að þeim þykir báðum voða vænt um karlinn.

Við erum að fara inneftir að kíkja á prinsinn, svo reikna má með myndum af honum í kvöld á síðunni.

bæjó..amma Sigga


Aldrei fór ég út...

Ég er búin að vera á leið út á göngu í allan dag, en eins og alvöru kona ákvað ég að fara fyrst í sturtu, þegar það var búið kom kaffið og hafragrauturinn, á meðan ég át grautinn fór ég að hlusta á útvarpið og tafðist.. Konni fór svo á Ak að ná í Lenu sem er hálf slöpp og ætlar að eyða helginni hjá mömmu og pabba...og vinkonum sínum hér..Svo ég ákvað að bíða með gönguna þar til Konni kæmi aftur og draga hann með mér,,(Honum veitir nú ekki af hreyfingunni).

Svo ég fór að læra, klára vikuverkefnið og senda frá mér. Á meðan ég velti ýmsum spurningum fyrir mér skúraði ég húsið hátt og lágt, og þreif WCin.. svo komu þau innanað..fór að spjalla við Lenu, gefa henni næringu, svo áfram að læra og missti af göngutúrnum því nú er komin éljagangur og ég nenni ekki út i vonda veðrið... Guðný segir mér reyndar reglulega að það sé ekki til vont veður..bara illa klætt fólk...Svona er þetta ansi oft hjá mér.. ég er alveg að fara að gera eitthvað , en fyrst þarf ég að gera annað og svo..og svo...Pinch

En ég fékk 8,5. fyrir lokaverkefnið í klukkunni og er lukkuleg með það... meðaleinkunn okkar í bekknum var 5.8 og var hún Guðlaug kennari ekki par ánægð með það. En ég get vel við unað.

Mamma, Arnar og Arna Dögg horfðu á X-faktor með okkur í gærkvöldi þega Inga ..dívan okkar var send heim.. Það var nú alveg fyrirsjáanlegt eins og þessi þáttur er orðin, ekkert kemur á óvart. Inga söng eins og engill fannst okkur, ég fékk gæsahúð og alles..Ég hlustaði svo á viðtal við hana hjá Gulla Helga í morgun. hún var mjög skemmtileg, og talaði fallega um fjörðinn fagra og fólkið sem hann býr.Whistling

Nú er 17 mars og samkvæmt kokkabókum lækna er Vala skráð í dag... svo er bara að sjá hversu lengi bumbubúinn lætur bíða eftir sér..HaloGummi Ga á afmæli og Steini litli Þorra og Gúu.. Til hamingju með daginn drengir..WizardWizard(Skýring: Gummi Ga=Gummi Garðars, Þeir voru kallaðir  Gummi Ga og Gummi Gumm,  vinirnir, hann og Gummi bróðir)

Konni kom heim í gær, úr besta túrnum sínum á Aron, var með 11 tonn...helv. gott hjá karli. Ég sendi hann svo í klippingu til Hófu í dag, svo hann er komin með páskalúkkið...

Gott að sinni.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband