Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Ákvörðun:)

Var stödd efst uppi á Víkurskarði í gær þegar ég tók þá ákvörðun að sumarfríi mínu í ræktinni væri lokið og enginn ætti inni svona langt sumarfrí eins og ég tók mér þetta árið. Það hófst um 20 mars og lauk nú í hádeginu.

Var að "skutla" konna í vinnuna til Húsavíkur í gær, þess vegna var ég á skarðinu, sagði honum að nú dygðu engin afsökunarorð, ég myndi leita af íþróttatöskunni og vonast til að fötin séu ekki mölétin og detti sundur þegar ég opna hana. Tilkynnti honum einnig að ég myndi sjá svo um að hann fengi leiðsögn í ræktinni þegar hann yrði tilbúinn að byrja, allavega þá daga sem hann er heima.

Honum leist vel á en sagðist ekki geta byrjað fyrr en eftir 1 vikuna í des, þar sem hann ætli að ganga til Rjúpna alla frídaga sína næstu 5 helgar.-- Já sæll-- það er góð líkamsrækt, benti honum á að best væri fyrir hann að byrja þá í janúar því maður væri ekki duglegur í jólamánuðinum, en hann sagðist myndu nota jólafríið til að ræktast... Ég á nú eftir að sjá það, en mótmælti ekki. Hafði vit á því.Wink

Kl. 12 stóð ég svo uppi í íþróttahúsi og ekkert hafði breyst þar, nema kominn nýr starfsmaður sem ég fór og heilsaði með handarbandi og bauð velkominn.. fór svo á hlaupabrettið, og hugsaði: hvenær ætli þessi hafi byrjað.. kannske ekki svo nýr .. kannske 6 mánuðir síðan? Hefði líklega verið eðlilegra að hann byði mig velkomna..hahaha.. Svona er hvatvísin..

En er ánægð með þessa 20 mín. á göngubrettinu. Kannske klappa ég einhverju tæki á morgun, eina tækið sem ég prófaði fyrir utan brettið var viktin (vogin)  og hún var jafn djö.. leiðinleg og fyrir hálfu ári:(


Skipperinn heima:)

Yndislegt að hafa Konna heima svona mikið um helgar, hann hlýtur að vera að eldast því hann er orðinn húkt á að hanga heima um helgar og nennir ekki á sjó, segir að það sé bræla, og við erum sammála um að hann eigi að taka sjómennskunni með ró og hætta að dorga eins og vitlleysingur.

Nú get ég látið hann gera hina ýmsu hluti sem mér dettur í hug, sama hvað ég bið um alltaf stendur hann upp og gerir eins og ég bið. Hefur verið að dytta að hinu og þessu og í gærkvöldi spurði hann mig hvort hann ætti ekki að kíkja á útiseríurnar, ath, hvort þær væru í lagi og skella þeim upp, ég þyrfti ekki að kveikja á þeim strax.. Ég var auðvita sammála því svo ef nágrananar sjá jólaljós hér á næstunni er það bara af því að hann er að setja upp og testa.. lofa að hafa ekki kveikt að staðaldri fyrr en seint í nóvember.

Harpa og Konni gistu hjá ömmu og afa í nótt, fórum svo í pottinn í morgunn og busluðum. Stórhreinsun var gerð í fataskápum , hálfur ruslapoki á haugana og annar stór í rauða krossinn. Ótrúlegt hvað maður safnar að sér af tuskum.

Enn kveikt á jólaskrautinu á baðinu, en ég ætla að slökkva í kvöld..pottþétt, nema ég gleymi þvíSmile


bara einn dagur síðan síðast..

var bloggað. Mér er eitthvað að fara fram geinilegaSmile Svo líður mér líka ágætlega í dag, var í gær í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð ásamt meiru hjá mínum yndislegu vinkonum Ólöfu og Snjólaugu. Takk elskurnar mínarHeart

Það var nú alveg ótrúlegt skal ég segja ykkur, ég veit ekkert hvað þær gerðu, en á eftir leið mér eins og þungu fargi hafi verið lyft af mér, er búin að finna fyrir depurð, sorg og reiði í vikunni sem mér tókst að setja aftur fyrir mig fram yfir skírnardag drengjanna. Þetta helltist svo yfir mig á mánudag, hef hreinlega lagst fyrir eftir vinnu á daginn og sofið mikið, í staðinn fyrir að rífast á stað með gólfmoppuna sem er mitt aðalsmerki ef mér líður illa.. Þá moppa ég og moppa, og skúra og skúra, sem er líka frekar klikkað en samt betra en að liggja í eymd og volæði.

Ólöf vinkona mín kom til mín fyrir síðustu helgi  til að athuga hvort ég væri búin að skipta út moppunni fyrir hrærivélina, þar sem hún sá hana standa á eldhúsbekknum dag eftir dag, og hélt að nú væri ég búin að missa mig í bakstri og hætt í skúringunum.. En nei þær voru bara ekki byrjaðar:)

Fór svo á konukvöld í búðinni og keypti mér kjól, sem líka lyfti brúninni á mér, var ferlega fyndið að koma þangað inn og fyrsta sem ég sá var þessi kjóll og svei mér þá ef það stóð ekki á honum stórum stöfum SIGGA KAUPTU MIG.. mér sýndist það allavega, og nú er hann minn, svona eins og ff kjólarnir mínir voru í den. FF kjóll var skamstöfun yfir föstudagsfyllerí, (þ.e. að fá sér smá í glas, eftir vinnuvikuna og þrif, maður átti það þvílikt skilið.. haha).

Konni minn að skjótast heim í dag, v. brælu það verður gott að knúsa kallinn aðeins.

Eigið góða helgi allir sem einnSmile


Upprifjun

Við erum nú löngu komin úr sumarfríi, enda komin október. Freyja og Lena eignuðust drengina sína 12 og 14 ágúst, fyrst sú eldri síðan hin:)

Konni minn varð svo fimmtugur 18 ágúst og var auðvita haldið upp á afmæli hans með pompi og prakt..

Litlu prinsarnir voru svo skírðir á sunnudaginn, á afmælisdag langafa síns, en pabbi hefði orðið 80 ára þann 18 okt og kom Jóna Lísa frænkuprestur sérstaklega til okkar til að skíra þá. Þeir fengu nöfnin Arnar Helgi (Freyju) og Valgeir Elís (Lenu). Feyjusonur í höfuðið á Arnari bróður og pabba Harðar, en Lenusonur í höfuðið á föðurafa sínum og Elísarnafnið á vinur þeirra sem hélt á honum undir skírn.

 Lífið hjá syni mínum hefur ekki gengið eins vel og hjá systrunum að undanförnu og er hann nú á spítala eftir bílveltu í Múlanum, þar sem hann slapp með skrekkinn, ekki í fyrsta skipti sem einhverjir halda verndarhendi yfir honum. Vonandi nær hann sér líkamlega sem andlega eftir þá reynslu og finnst nú mömmu hans að komi sé tími til að fara að læra af reynslunni. Vonum það:)

Fannst rétt að kíkka hér inn og skrá helstu viðburði, þar sem aldrei er að vita hvenær minnið svíkur mig svo þá er gott að kíkka og ath. hvað hefur gerst:))

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband