Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Góð helgi að baki

Yndisleg helgi að baki. Aðventuhátíð okkar gekk glimrandi og fengum við mikið lof fyrir frammistöðuna og gestasöngvarar okkar ekki síður. 240 manns í kirkjunni okkar sem er hreinlega að verða of lítil.

Lena kom svo á laugardagskvöld með Valgeir englabossa, fundum fyrstu tönnina hans í gærkvöldi.. bráðþroska drengur eins og mamma sín :).

Ellen Helga var að keppa í fimleikum á laugardag, í fyrsta sinn og gekk vel, svo dugleg stelpa hún Ella sprella:)

Arnar, Þórgunnur og Vigfús gleðigjafi komu í kaffi til okkar í gær, var Vigfús ekkert yfir sig hrifinn þegar mamma hans var að halda á Valgeiri Elís. hehehe.

Frostrósatónleikar síðan í gærkvöldi, bara yndislegt... og Margrét Eir og Hera alltaf flottastar, fannst annars vera pínu þreyta í liðinu, ekki skrítið þar sem aukatónleikarnir voru fyrr um daginn.

Komin í sannarlegt jólaskap,ætla bara að njóta þess og vera ekki með neitt stress þó gleymist að þrífa eitthvað skúmaskot eða skáp.

Smile


Aðventuhátíð

Jæja þá var síðasta kóræfingin í gær vegna aðventutónleikanna í gærkvöldi, eftir að við komum úr kirkjugarðinum þar sem Rotarý menn tendruðu jólatréð og leiðiskrossana svo garðurinn er kominn í jólafötin. svo fallegur svona upplýstur að unun er á að horfa. Syngum alltaf 2 sálma við þá athöfn.

Ég lofa flottustu tónleikum (aðventuhátíð) hingað til á laugardaginn. Söngdagskráin er svo flott, erum með fullt af einsöngvurum með okkur og hljómsveit. Þori að veðja að einhverjir eiga eftir að verða hissa og fá gæsahúð og jafnvel fella eitt, tvö tár. Segi ekki meiraSmile

Hátíðin hefst kl. 17.00 á morgunn laugard í krikjunni okkar, en byrjum á Hornbrekku kl. 14.00.  Jólahlaðborð á Hótelinu með kórnum eftir tónleikana og síðan Frostrósir á sunnudag í Höllinni á Akureyri, svo við hjónakorn verðum komin með jól í hjarta og sinni þegar við leggjumst á koddan á sunnudag.

Gott að sitja og hlusta á yndislega tónlist og ylja sér í skammdeginu, veitir ekki ef þessa dagana, þar sem eiginmaðurinn er orðinn atvinnulaus og við frekar í lausu lofti þessa dagana.Woundering

Rúsinan í pylsuendanum: Lena og Valgeir Elís koma á laugardag og verða í 2 vikur,  mikið hlökkum við til að fá þau og knúsa og dúllast með okkur á aðventunni.

ójáHeart

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband