Messa er toppurinn...

Ég var að koma úr messu, það var nú bara ágætlega mætt í þetta skiptið. Ég hef reyndar sjálf verið léleg að mæta á þessu ári, bæði á kóræfingar og í messur, það hefur bara staðið þannig á að ég hef ekki verið heima og svo var ég lasin og ónýt í röddinni lengi á eftir.Halo Fór ekki í kirkjukaffið á eftir því ég var búin að ákveða að heimsækja mömmu og gerði það og drakk kaffi hjá henni..Halo

En það er svo gott að finna friðinn og værðina sem kemur yfir mann í kirkjunni, og ekki mikið að gefa sér 2 tíma tvisvar í mánuði eða svo í kirkjusókn.HaloHalo Þetta hefur líka eitthvað með aldurinn að gera...held ég.. Guðný sagði einhvern tíman að ég væri svo skemmtanasjúk, þess vegna hefði ég farið í kirkjukórinn.... nokkuð til í því.

Þegar ég hætti að drekka á sínum tíma kveið mig rosalega fyrir því hvað maður ætti nú að gera um helgar...nú væri lífið nánast búið og maður myndi líklega koðna niður úr leiðindum....Halo en það er öðru nær.. Í fyrstu fór ég að elda sunnudagssteik í hádeginu á sunnudögum en það var ekki lengi. því sunnudagar eru hvíldardagar og ég nenni aldrei að elda í hádeginu..En vá hvað helgarnar eru fullar af skemmtun og notalegheitum.. ef maður vill hafa það þannig.. Við Ólöf gengum svo langt að stofna saumaklúbb sem hittist á laugardagsmorgnum en það var nú einum of..... og það vildi enginn vera með okkur, því vinkonurnar héldu áfram að fá sér í glas um helgar þó við hættum...Halo Alveg furðulegt með þærHalo

Ég fór í ræktina í morgun og líka í gærmorgun.. bakaði köku og bauð í kaffi...Freyja kom í heimsókn til okkar og við áttum notalega stund saman, þar til Arnar eyðilagði stundina og lokkaði Freyju til sín í skólaleik..Halo Ég bauð þeim svo í kaffi, köku og danskar eplaskífur.. nammi sem ég er nýbúin að uppgötva og á eftir að vera oft á boðstólnum hjá mér...Halo

Ég hef kannske ofnotað engilinn í þessu bloggi, en akkúrat núna líður mér eins og engli.. get ekki útskýrt það.. Kannske vegna litla engilsins sem við erum að bíða eftir að fæðist...Halo

bæ í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvenær ætli litli að koma út... nenni ekki að bíða endalaust.. hehe..kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband