Skíðaveður..

Ég var að skoða  síðuna Guðnýjar Vinnuvinkonu-frænku, þar sem hún var á skíðum og að mynda í Skeggjabrekkudal.

Þá rifjaðist upp að foreldrar mínir keyptu sér gönguskíði fyrir sirka 32-33 árum og svo ég tali nú ekki um gallana sem voru nauðsynlegir. Pabbi fékk bláan en mömmu var grænn, úr svona teygjuefni með hvítum röndum niður eftir hliðunum. Ég loka augunum og sé þau fyrir mér á leið upp í Skeggjabrekkudal á gönguskíðunum. Það læðist að mér sá grunur að í það minnsta pabbi sem var sóldýrkandi nr. 1, hafi verið að ná sér í brúnku á kroppinn, frekar en að stunda holla útivist og sjálfsagt mamma líka. Í þá daga var yfirleitt krökkt af léttklæddu fólki, aðallega konum á gönguskíðum á dalnum, nægur snjór og sól og logn. Alveg eins og á myndunum hennar Guðnýjar.

Sjálf fór ég eina svona ferð með mömmu. Ég var á pabba skíðum og skónum nr. 45.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég steig að gönguskíði og gekk vel að ganga fram dalinn á brjóstarhaldinu einu að ofan.  Með sólina í fanginu og þvílík fegurð. Það fór heldur að kárna gamanið að komast til baka og renna niður í móti. Ég man að mjög fljótt tók ég af mér græurnar og gekk í bæinn, og komst við illan leik aðframkomin af þreytu  heim.

Fór svo aftur á gönguskíði tvisvar sinnum árið 2000 og hef látið það gott heita. Þá voru stelpurnar mínar að reyna að kenna mér og láta mig renna niður litla brekku en ég var skíthrædd. Ég viðurkenni þó að þegar veðrið er svona fallegt eins og hefur verið undanfarna daga, vildi ég alveg geta notað eitthvað af þeim græjum sem eru í geymslu hjá okkur, af dætrunum sem eru miklar göngudrottningar.. Hver veit nema að ég skelli mér.... og  þó...

Annars.. helgi framundan og ætlar Harpa dúlla að gista hjá ömmu og við ætlum að hafa það huggulegt með Perlu. Sjóararnir mínir ætla að koma við í firðinum fagra á leið sinni á Skagagrunn (held Ég) fá sér hrein föt og svoleiðis, en nú er svo gott veður að þau koma bara ekkert heim, heldur róa og róa og fiska og fiska..

Þannig er það nú..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband