Allt í plati hjá samfylkingu...

Ég fór í ræktina fyrir kl 7 í morgun, tilbúin að takast á við daginn í vinnuni og taka á móti frambjóðendum samfylkingarinnar í NA- kjördæmi sem á sem höfðu hringt á fimmtudag og boðað komu sína til okkar kl. 10 í morgunn. Dagurinn leið án þess að þau létu sjá sig og vorum við þó búin að hella á könnuna og reiða fram Nóa- konfekt.. Verst þótti mér þó að súkkulaðið fór allt ofan í mig í, vinnufélagar mínir eru mun stapílli þegar kemur að Nóa en ég.Frown

Ég verð að segja að mér finnst þetta léleg framkoma af liðinu og veit svo sem ekki hverju á að búast við af þeim í framtíðinni... Þau hefðu getað hringt.. Halló.. við komumst ekki.. kannski vissu þau að engin atkvæði var að fá á mínum vinnustað.. hver veit.. Sideways

Nú er stóri dagurinn hjá Ellen Helgu.. sýning í Borgarleikhúsinu í Freestyle dansinum sem hún hefur verið að læra síðan um áramót. Hún var frekar leið yfir að við komumst ekki, en skildi það svosem þar sem það er mánudagur, hefðum líklega farið ef sýningin hefði verið um helgi. Hún tók þó gleði sína á ný, þegar klárt var að hún kæmi norður í heimsókn á miðvikudaginn og yrði fram á sunnudag.. Verst að vinirnir hennar hér verða trúlega á Andresar- leikunum á Ak. þessa daga. Amma verður bara að skottast með hana í fjallið og fylgjast meðSmile Tu-Tu Tu - Gangi þér vel í dansinum dúlla grams..

Verð að segja frá síðustu kvöldmáltíðinni á Kanarí.. Borðuðum á Ítölskum, æðislegum veitingastað sem heitir ROMA.. Man. United og Roma voru að spila í meistarakeppninni og höfðum við ekki undan að fagna.. Þvílíkur leikur hjá okkar mönnum.. Mamma heldur reyndar með Arsenal og Þórgunnur með Hetti,Smile og voru þær orðnar mjög leiðar á látunum í okkur og þeim Bretum sem þarna voru.. kenndu svo í brjósti um Ítalana sem voru orðnir ansi brúnaþungir... Leikurinn var sýndur á 3 skjám þarna inni og var ég mest hissa á að ekki var slökkt á tækjunum.. þvílík úrtreið sem þeir fengu...he..he..Smile 

Því miður var Arnar ekki í Rooney skyrtunni sinni sem hann keypi.. fyrir ..ég ætla ekki að ljóstra upp verðinu af þvi mér þykir mjög vænt um bróðir minn.. en eftir þau kaup hættum við að tala í evrum og töluðum í Rooney-um.. Hins vegar vorum við sammála um að hún hefði verið hverrar evru virði eftir frammistöðu okkar manns í leiknum...

Þetta var toppurinn á átveislum okkar þarna úti.

Gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ummm Nóa konfekt... ekki segja þetta.... ég sakna þess svo mikið ;)  Hlakka til að fá Ellen í heimsókn, verðum í bandi...kv.Freyja

Freydís Heba (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband