Austfirsk blíða

Jæja, komum austur í gær  og erum í góðu yfirlæti með Lenu og fjölsk. Valgeir Elís er bara yndislegur,  alltaf brosandi og svo ánægður að hitta ömmu og afa,var að vísu pínu smeikur við afa Konna með gleraugun fyrst en var fljótur að venjast.

Veðrið er auðvita æðislegt og við á leið út í göngutúr þegar Lena er búinn að klippa pabba sinn, sem hún er að gera í þessum rituðu orðum, hann er hálfhræddur og kvartar yfir að það verði ekkert eftir og mér sýnist hann hafa rétt fyrir sér.. hahaha ..

Síðan ætllum við mæðgur að kíkja á austfirskar útsölur, handbolti í kvöld.. spennan í hámarki og ætlum ekki einu sinni að elda mat, bara kaupa eitthvað tilbúið og eta.. 

Bara rólegheit og næs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband