27.1.2010 | 10:12
Handbolti ...gaman gaman
Áttum frábæra helgi fyrir austan. Komin á kaf í handboltann eins og flestir íslendingar, bara þvílíkt gaman að fylgjast með strákunum. Tók að vísu smápásu í gær þegar 20. mín voru eftir af leiknum við rússsa vegna naglavinnu en það var allt í lagi þar sem við vorum í svo góðum málum.
Konni segir að ég sé ekki svipur hjá sjón .. sé orðin svo róleg þegar ég er að horfa á leiki að nú sé alveg hægt að vera heima og horfa með mér án þess að liggja undir áföllum og skemmdum þegar illa gengur. Þetta er alveg satt hjá honum, nú sit ég með prjónana og prjóna og prjóna, er að gera lopapeysu á kallinn sem ég lofaði honum í fyrra en hann er þolinmóður maður og bara ánægður að ég skuli vera byrjuð:)
Frí í boltanum í dag svo bara að taka norðmennina á morgunn þá er maður góður Fæ líka hádegismat í dag, eða fer í ræktina ... er ekki búin að velja, en í gær og fyrradag vann ég í hádeginu svo ég gæti hætt kl. 3 og horft á leikinn
Skemmtilegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.