16.2.2010 | 11:14
Gaman saman
mikið fjör s.l. hlegi.
Fullt af fólki. Lena og co komu á föstudaginn að austan og Ellen Helga að sunnan, Freyja og Arnar Helgi innanað og Sig. Óli og co utanað.. Arnar bróðir, Þórgunnur og börn komu svo ofanað..hahaha.
Bakaði böns af bollum á laugardaginn sem runnu ljúflega ofan í ofantalda gesti. Bara gaman að því. Valgeir Elís stækkar svo ört svo það er nauðsynlegt fyrir ömmu að hitta hann mánaðarlega a.m.k. svo maður geti fylgst með.. svo skemmtilegir og yndislegir litlu drengirnir okkar. Konni stóri frændi reyndi nú að leika við þá um helgina en honum finnst þeir ekki taka mikinn þátt svo hann var mjög fenginn að fá Vigfús William í heimsókn og þeir ná vel saman og sprelluðu með tilheyrandi látum og skemmtilegheitum
Alltaf gaman að hitta Ellu sprellu, finnst samt alltaf ég ekki hafa haft nægan tíma með henni til að spjalla í ró og næði, því það er mikið að gera hjá henni þegar hún kemur að hitta vinina og ættingjana alla áður en hún fer aftur.
Konni kom svo í gær heim.. Þeir lentu í vitlausu veðri á sjónum og hann datt illa og braut 3 rif kallagreyið svo hann verður heima í rólegheitum á næstunni.. sem er auðvita gott, ef honum liði sæmilega, en þetta grær vonandi fljótt og vel.
Nóg að sinni:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.