Flutningar...

Jæja.. þá er runnin upp síðasti dagur mánaðarins, og við í fjarvinnslunni erum í óða önn að pakka okkur saman og út. Erum að flytja í nýtt húsnæði, gamla Valberg..Það verður frábært ... svo mun okkur fjölga seinna í mars.Smile

Siggi og Vala voru líka að flytja í gær, í stærri íbúð, og Harpa Hlín komin með herbergi sem hún svaf í alein fyrstu nóttina, hún var voða ánægð með sig þegar ég talaði við hana i gær, þessi hetja...Örugglega orðin hundleið á að sofa hjá mömmu og pabba, að verða 3 ára í sumar..Dúllan..Smile

Ég hlustaði á mjög athyglisvert viðtal við Illuga Jökulsson í kastljósi á sunnudag.. Hann er án efa einn besti pistlahöfundur landsins.. finnst mér.. Þar talaði hann um æsku sína og að alast upp á heimili þar sem bakkus réð ferðinni, merkilegt þegar mamma hans sagði að hann hefði ryksugað og skúrað þegar ástandið var slæmt.... Datt í hug hvernig ég hef í gegnum árin djöflast með moppuna , þegar mér hefur fundist veröldin vera að hrynja í kringum mig... skúra ..bóna.. moppaSideways..skúra meira og moppa.. ekki leggjast í rúmið, heldur taka kústinn og moppa...Frown..ekki gefast upp...

Illugi hefur sem barn ekki heldur viljað gefast upp, reynt að gleðja mömmu sína og ryksugað???

Einu sinni sagði góð vinkona mín og prestur hér í firðinum, við mig að hún gæti séð hvernig ástandið á heimilinu væri með því að skoða gólfin... svo hló hún... og fannst gólfin allt of skínandi....Wink Svona er þetta bara, enda allt betra en að gefast upp á ástandinu. Það er ekki í boði.

Nú hefur allt gengið stórslysalaust fyrir sig í tæpt ár, og ég skúra minna, en gólfin eru samt yfirleitt hrein, svo að þið sem lesið bloggið mitt farið ekki að vera eins og presturinn forðum, að fylgjast sérstaklega með því...ha ha..

Ég er á kafi í Íslandsklukkunni þessa dagana, á að skila lokaverkefni úr henni á sunnudag..Mikið verð ég fegin þegar það er frá..Annars búið að vera mjög gaman að lesa og pæla  i henni.

Freyja hressist með hverjum deginum, hnéið bara gott og það er frábært... Gott í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband