Hjónin í ræktinni!!!

Já, það  gerðust undur og stórmerki nú í morgunsárið... Konni kom með mér í ræktina.Smile

Ég nefndi það við hann í gær er ég kom úr ræktinni, hvort hann vildi nú ekki koma með mér eínhvern daginn þegar hann væri í landi. Já hann sagðist nú alveg geta hugsað sér það að fara á göngubretti. Svo dreif ég hann með í morgunn, sagði honum að það væri enginn í ræktinni á morgnana, en viti menn .... það var fullt að hressum kerlum sem tóku þvílikt vel á móti karli, annað brettið bilað og hitt í notkun svo ég dreif hann með mér í lyftingahring, og Gulla frænka með okkur.Smile

Það voru kannski mistök að hafa Gullu með því hún er svo mikil keppnismanneskja og sagði Konna að lyfta nú meira er kerlinigin og auðvita gerði hann það... svo ef hann verður rúmliggjandi á morgun er það ekki mér að kenna...Heyrurðu það Gunnlaug!!!!GrinGrin En allavega erum við hjónakornin mjög ánægð með okkur þessa stundina..

 Hittum Hófý í ræktinni og hún bauð okkur í mat í kvöld þessi elska...jú hú...

Annars er ég á kafi Islandsklukkunni ... þarf að skila lokaverkefninu um helgina og á helling eftir, það hægir á mér þegar Konni er heima. Hann er aftur á móti að verða vitlaus á veðrinu.. gott veður til landsins, en vitlaust hér rétt fyrir utan.. Förum í bæinn í dag að sækja vinnubílinn ...... en það kom vitlaus bíll að sunnan, þeir voru að kaupa nýjan bíl fyrir hann, en sá sem kom var árg. 06. svo hann fær lánsbíl á meðan, eins gott, ég nenni ekki að vera að skutla og ná í lengur...

Hey.... Endilega kvitta í gestabókina eða kommenta á skrifin mín... Ég er svo forvitin..he..he

Nóg að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ .... þið eruð svo dugleg... ég sé að það eru komnar nýjar myndir inn, best að skoða þær, annars sjáumst við bara hress í dag..

kv.Freyja 

Freyja (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:44

2 identicon

Hæ kæra vinnu-vinkonu-frænka mín

Skrítið að hitta þig ekki í morgun, en mikið var það gott að Konni skuli vera komin í röðina á heila göngubrettinu, kannski fer að koma að því að það verði endurnýjuð brettin ef að karlmenn verða duglegir að mæta. Best að ég reyni að ná á Ægir , hann gæti verið fyrir aftan Konna í hlaupabrettaröðinni (annars er hann alltaf búinn að koma sér í einhver verkefni þegar ég vakna!!)  

Og mikið er gaman að lesa bloggið þitt, haltu bara áfram svona, því þú ert svo skemmtilegur penni. 

Kveðja frá vinnu-vinkonu frænku þinni GÁG..                  

Guðný Ág (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband