Það skiptir ekki máli hvernig maður fellur, heldur hvernig maður stenur upp..

Datt þessi góða setning í hug í gær, eftir að hafa horft á X-FACTOR þáttinn í gærkvöldi... Guð minn almáttugur...Þegar blessað fólkið byrjaði að gráta vegna úrslitanna. ég vissi ekki hvert ég ætlaði... svo ég brast í hláturskast eins og allir viðstaddir í matarboðinu hjá Þórði og Hófý...Pinch

Ég held að þau séu farin að taka þáttinn og sig sjálf heldur alvarlega, það var frekar pínlegt að horfa á umboðsmann íslands fara að gráta, af ekki stærra tilefni.. ekki misskilja mig ég er mjög hrifin af tilfinningaríkum mönnum... Mér fannst tilefnið hins vegar ekkert. Alan er enn á lífi við góða heilsu svo ekki þarf að gráta hann...Hann stóð sig eins og hetja innan um grenjuskjóðurnar..Crying

Halla kynnir hlýtur að hafa verið að hugsa um Judge Law.. eða hvað hann heitir sá ágæti maður þegar hún brotnaði í beinni... nei hættið nú alveg.. Er ég kannski svona kaldrifjuð???

Ég horfði aftur á þetta í endursýningu í dag og vá.. þetta var jafn slæmt og í gær, eiginlega verra... Vona bara að þau nái sér fljótt...en nóg um þetta.

Ætla að reyna að jafna mig á þessu skúbbiDevil

 

Maturinn var frábær hjá Hófý í gær .. eins og alltaf.. og gaman að hitta Elís og Sonju, hef varla séð Ellla sprella í marga mánuði. Þurfum orðið formleg heimboð fjölskyldan til að hittast, það eru allir svo uppteknir .. ekki hitt Þórgunni lengi lengi, þar til í gær..mamma er sú eina sem hittir okkur, því hún er dugleg að heimsækja börnin sínSmileSmile

Ellen Helga hringdi áðan.. greyið litla er með ælupesti og var frekar dauf í dálkinn... knús, kossar og heislukveðjur frá ömmu dúlla mín...Heart

Var að senda frá mér Islandsklukkuverkefnið  vei--vei..

Áfram X factor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

           hæ hæ elsku amma ég er ennþá veik og orðin pirruð á að vera inni þvi það er svo gott veður úti .. en ég er öll að koma til og ætla í skólan vonandi á morgun ...

er afi ennþá með strengi eftir ræktina í rassinum

          KVEÐJA ELLEN HELGA LASIRÍNA

Ellen Helga :) (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband