7.3.2007 | 15:04
Bara rólegt..já ..já.
Hörður Elís tengdasonur okkar á afmæli í dag...Til hamingju með daginn lagsi
Hef verið voða löt að blogga undanfarna daga, enda ekkert sérstakt að gera, nema bíða eftir nýjustu viðbótinni í fjölskylduna... Það styttist í að Vala eigi.. hún er orðin ansi þreytt greyið, enda engin smá kúla á þessari litlu stelpu... Hún er skráð 17 mars, en við höldum að hún standi ekki svo lengi,, en hver veit???
Við erum ekki enn byrjuð að vinna á nýju skrifstofunni, beðið eftir símalínum og tölvum en þetta kemur vonandi fljótlega, öðru hvoru megin við helgina.... Svo ég er bara heima að læra og skrepp í ræktina. Borðaði hjá Gullu í hádeginu í gær, pítur og grænmeti.. voða gott.. það var gaman að sitja og spjalla aðeins, höfum ekki hist mikið yfir kaffibolla á þessu ári, eiginlega bara ekki neitt.. Nú á að ferma Evu í vor og Gulla gamla er á fullu í undirbúningi... Skemmtilegt...
Konni skrapp á sjó á laugardag og sunnudag, síðan komið vitlaust veður aftur.. en náði 18 tonnum af fiski á land, svo hann er bara rólegur þessa stundina. Sig. Óli fer svo með bátinn í dag, þegar lægir, svo Konni er í fríi.
Arnar litli bróðir er kominn í land, í síðasta sinn líklega á Guðm. Ólafi, hann var seldur (sko báturinn, ekki Arnar) svo hann byrjar sem au-pair hjá Þórgunni í fyrramálið.. Hann er mjög spenntur yfir nýja djobbinu.
Jæja, erum að fara á Akureyri að heimsækja afmælisbarnið, vitum að Freyja var að baka í morgunn á annari hækjunni og Hörður sjálfsagt á hinni, hann slasaði sig á sunnudag, tognaði illa á ökkla, svo þau skiptast á með hækjurnar þessa dagana.
nóg að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.