Klám í könnu...

Ég var að skoða forsíðuna af smáralindarblaðinu í morgunn, sem einhver doktor í klámfræðum heldur fram að sé klámfeng forsíða. Ég verð að segja fyrir mína parta þá datt mér ekkert slíkt í hug, og maður veltir fyrir sér hvort fólk sem vinnur við að finna klám út um allt sé ekki komuið með klámið á heilann og geti lesið eitthvað klámfengt út út öllum sköpuðum hlutum.  ... Ég var að drekka morgunkaffið mitt úr könnu og allt í einu sá ég að hún var svoldið dónaleg, það var þetta eyra á henni.. semsagt gat á könnunni... oj..oj..Tounge

Þó ég sé á því að siðferðisvitund þjóðarinnar hafi hrakað þó nokkuð, og við tilbúin að líta til hliðar í hinum ýmsu málum, þá verður nú fólk að passa sig að garga ekki úlfur.. úlfur .. í hvert sinn sem því finnst því misboðið. Þessi blessaði doktor í kláminu þarf að taka sér frí í vinnunni og hreinsa til í huga sínumSideways

Harpa kom í heimsókn til okkar og gisti eina nótt, Það var mjög gaman að hafa hana.. við sóttum vögguna og þrifum, hún hélt nú fyrst að hún væri fyrir hana, en sættist svo á að hún passaði betur fyrir litla barnið.. en hún fékk að máta hana og tók ég auðvita myndir af því tilefni og setti inn, einnig frá afmælismatarboðinu hjá Hófý og Þórði ..

Konni er í fríi, svo við erum bara að hanga saman eins og krakkarnir segja, ég set hann á ryksuguna og svo er hann fínn í uppvaskinu líka... Annars rólegt yfir okkur...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband