Amma á bláu skýi..

Jæja... Nú er maður búin að kikja á nýjasta fjölskyldumeðliminn og er skemmst frá því að segja að hann er bara yndislegur drengurinn.. Hann sagði: Komdu nú sæl og blessuð amma, þegar hann sá mig,, eða mér fannst hann langa til þess en þó hann sé stór, fallegur og mjög gáfulegur er hann nú ekki farinn að tala, en það styttist í það.. Hann er bara alveg eins og pabbinn, það er alveg ótrúlegt hvað hann er likur honum.. Nei... nei það er ekkert ótrúlegt.. Halo Siggi er mjög frekur þegar kemur að genunum.

Vala var mjög hress, ekki hægt að sjá það á henni að hún hafi verið að fæða þennan mola, og Harpa Hlín var mjög hrifin af litla bróa, klappaði honum og kyssti.. Ellen Helga er líka orðin spennt að koma norður, til að skoða litla...Við hittum Orra ekki í dag, en töluðum við mömmu hans, tökum hann með í næstu heimsókn...Smile

En í annað... Það var messa á Hornbrekku á sunnudag og ég dreif mig í sönginn, það var góð ræðan hjá Mundu eins og alltaf, hún var að tala um hamingjuna og vitnaði í bókina hennar Lindu Pé, sem var falleg fræg og rík, en hún hefur ekki alltaf verið hamingjusöm blessunin. í stuttu máli sagði presturinn að að þó við keyptum okkur nýjan bíl, eða ný brjóst (já Munda sagði: ný brjóst) gerði það okkur ekki hamingjusöm, því eins og við vitum vonandi flest, fæst hamingjan ekki keypt, heldur kemur hún innanfrá. Maður þarf að vera sáttur við sjálfan sig og glaður með það sem maður hefur..

Í dag er ég mjög hamingjusöm... Allir í fjölskyldunni minni eru frískir... í dag...og hvað er hægt að biðja um meira... EKKERT.. Ekkert annað skiptir máli, þegar maður hefur upplifað annað finnst manni hlægilegt að gera sér rellu út af einhverju veraldlegu dótaríi..Woundering Ég gleðst yfir því að bíllinn minn fari í gang á morgnana...og hann frýs ekki fastur meðan ég er í vinnunni..(það hefur gerst)..ó..já..

Heilsaði upp á frænkur mínar á Hornbrekku, Siggu og Dóru Ingimundar.. fæ mér yfirleitt kaffi með þeim eftir Hornbrekkumessurnar. Það er svo gaman að spjalla við þær og svo slúðrum við Sigga um ættingjana, sem er skemmtilegt.. Ólöf vinkona mín verður eins og Sigga ... eldgömul og eiturhress á tíræðisaldrinum... man allt..verður örugglega alltaf að leiðrétta mig og segja mig bulla...nei alveg rétt.. ég verð dauð löngu á undan henni .. út af sígarettunum.. jæja það verður bara að vera svo..Ólöf verður sjálfsagt með börnunum mínum á Hornbrekku...það eru Ingimundargenin.. nú er ég alveg búin að missa mig í vitleysu.. svo best að linni að sinni. djö..rímaði þetta flottFootinMouth

Ókey.. er skal viðurkenna ... að ég myndi ekki fara í fýlu þó ég fengi nýrri bíl...kannske nýtt nef, því ég er með MJÖG FLOTT BRJÓST.. þegar þau eru í brjóstarhaldaranum...

þetta var svo flott áðan..Smile

best að linni að sinni..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur til hamingju og ég er ekki hissa þó frú Sigríði hafi fundist hún hafi hitt þennann unga prins áður. Og bloggið hjá þér er alveg bráðfyndið skal ég segja þér.

Kv Gunna

Guðrún María (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: SIGGA GUÐMUNDS

Takk fyrir það Gunna mín..þú hefur séð strumpasvipinn á drengnum.. gott að þú hefur húmor fyrir blogginu mínu og takk fyrir að kvitta, fólk er ekki duglegt við það

Kveðja-sigga

SIGGA GUÐMUNDS, 20.3.2007 kl. 13:17

3 identicon

Hæ hæ best að kvitta smá...hehe  Flottar myndir.. klapp á bakið fyrir þér að vera svona dugleg að setja inn myndir:)

kv.Freyja

Freyja frænka (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:02

4 identicon

Hola! Og aftur, til hamingju með gullmolann ykkar, Konráð Þór.  Ég er nú bara alveg handviss um að ég verð með honum á elló, sko þú manst ég verð 127 ára!  Mannstu hvað gerðist daginn sem þú fréttir að þú værir að verða amma í fyrsta skiptið? Ég skora á þig að endurtaka þann leik, ástæðan er augljós! Get ekki hugsað mér lífið án þín í 50 ár eða meira!! 

Kveðja Ólöf vinkona

Ólöf vinkona (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband