Lífið - notkunarreglur..

Freyja mín fór á generalprufu á leikritinu hans Þorvaldar FRÆNA míns, í gærkvöldi og var yfir sig hrifin af verkinu..Lífið - notkunarreglur. Mér skildist á henni að þau hafi nánast verið leikendur í stykkinu, leikarar töluðu til þeirra og náðu góðu augnsambandi.. Hún fann sinn boðskap í verkinu..  og er nú þegar búin að venda lífi sínu í kross og forgangsraða upp á nýtt.Smile Henni fannst textinn mjög góður og mátulega ...djúpur.. tónlistin frábær, uppsetningin skemmtileg (sviðið og búningar) og leikararnir góðir. Verkið bara falleg og skemmtilegt. Það er ljóst að Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileika sína í ritsmíðum..og fleiru, hann er ekkert smá heppinn að vera skyldur mér..Wink

Ég sauðurinn, ætlaði að sjá verkið fyrir páska, en samkvæmt nýjustu fréttum er orðið uppselt á einar 12 sýningar, svo ég þarf að bíða.. og bíða. Hugsaði ekki út í það að panta miða. Til hamingju sýninguna Þorvaldur.Smile Frumsýningin er í kvöld.

Við hjónakornin fórum á tónleika með Stebba Hilmars og Eyfa í gærkvöldi í Tjarnarborg. Þeir voru alveg yndislegir, bæði tónleikarnir og þeir félagar. Spiluðu gamalt og nýtt í bland, aðallega gamalt, enda orðnir harðfullorðnir mennirnir. Góðir lagasmiðir og Stebbi alveg einstaklega góður textahöfunur. Skemmtilegt spjall þeirra við tónleikagesti á milli ábreiða. Gaman að sjá hversu vel var mætt á tónleikana og ljóst að Ólafsfirðingar láta ekki góða skemmtun fram hjá sér fara.

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi ekki að þú hefðir verið að hljóðrita samtal okkar í gær, þetta er næstum bara orðrétt:)  hehe  En ég hlakka til að koma um helgina og slappa af hjá mömmu... Og húrra fyrir öllum ólafsfirðingunum að drífa sig á tónleika og lifa lífinu á leiðinni...... Sjáumst í dag.

kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:04

2 identicon

Jú jú Freyja mín, það er eins gott að passa hvað maður segir.. Hlakka til að hitta ykkur um helgina. kv. mamma.

Sigga (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband