Framhaldsskóli í Fjallabyggð!!

Þá er það skjalfest.. Framhaldsskóli í Fjallabyggð..Ólafsfirði.. Smile

Samkvæmt bréfi Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra, sem má lesa á Dagur.net... afskaplega góðar fréttir, verð ég að segja.. Get þá kannski lokið stúdentsprófi áður en ég fer á ellistyrkinn, og í framhaldinu ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.. hehe.Blush

Þetta er auðvita bara frábært, og gott að vita að skriður er komin á þetta mál, sem var aðal kosningalmálið í sveitarstjórnarkosningunum s.l. vor. og hefur brunnið á fólki í Fjallabyggð.

Nú getum við sett upp sólgleraugun og horft til bjartrar framtíðar,  að börnin okkar  þurfi ekki að flytja að heiman á unglingsárunum, með tilheyrandi hættum fyrir þau. Hvert ár skiptir gríðarlega miklu máli, fyrir svo utan hvað það litar bæjarlífið að hafa þau heima. Svo ég tali nú ekki um kostnaðinn sem sparast fyrir foreldrana.

Skítt með þó að snjói núna, það mun vora snemma, allavega í mínu hjarta við þessar góðu fréttir.Smile

Ellen Helga er komin og færðist nú heldur líf í gamla settið á Hlíðarveginum. Maður þarf nefnilega alltaf að vera að svara henni, og vesenast með stelpunni. Hún og afi fengu lista í gærkvöldi yfir hluti sem þau áttu að vera búin að gera fyrir hádegi í dag. Losa flugur úr ljósakrónum, fara með nagladekkin í skúrinn, laga til í dótaherberginu o.s.frv. Hún ætlaði sko að sjá um að afi klikkaði ekki á neinu, enda von á fullt af gestum á morgunn svo allt verður að vera voða fínt...........gaman.......Það er sem sagt allt á fullu í skírnarundirbúningi. Sig. Óli er að fiska ágætlega, en held að nú sé komin bræla.

Gott að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband