8.5.2007 | 11:26
Kuldaboli..
Kuldaboli er nú ekki búinn að gefast upp fyrir vorinu, skítkalt úti og ég komin í úlpuna sem ég var þó búin að pakka niður í geymslu til haustsins.
Skírnardagurinn Konna litla Þórs var yndislegur og gaman að skíra hann heima í stofu. Konni minn hélt á honum og sá stutti grenjaði heilmikið á meðan á athöfninni stóð. Jóna Lísa þurfti virkilega að hækka röddina til að yfirgnæfa hann. Sólin skein og veðrið lék við okkur, þó búið væri að spá slyddu. Rúmlega 30 manns mættu í skírnina og voru allir sáttir og saddir er þeir fóru heim. (Vonandi) Orri Ellen og Harpa Hlín urðu eftir hjá ömmu og gistu, þar var frekar þreytt amma sem steðjaði öllum í rúmið um 10 um kvöldið og sofnuðu svo englarnir, hvert á fætur öðru og amma líka.
Konni fór aftur austur á laugardagskvöldið á sjóinn. Fiskeríið hefur verið fínt undanfarna daga og er það nú ekki slæmt.
Á sunnudagskvöldið skelltum við Guðný okkur í æðruleysismessu á Dalvík, frábær stund. Krakkarnir sem spila undir í lífinu fluttu tónlistaratriði sem voru þvílikt flott að maður var nú bara með gæsahúð..þau spila og syngja eins og englar.. vá vá hvað það var flott.....Ekki skemmdi Óskar Pétursson messuna heldur, en hann leiddi almennan söng. Kona frá Akureyri (Alma) sagði sögu sína sem aðstandendi fíkils og var magnað að hlusta á hana, tala um hvernig foreldrar takast á við það verkefni að eiga virkan fíkil, sorgina, reiðina, vanmáttinn og allar hinar tilfinningarnar sem maður þarf að takast á við, svo ég tali nú ekki um, þegar maður er sleginn niður aftur og aftur og aftur við hvert fall barnsins, því það er mjög sjaldgæft að unglingurinn hætti í fyrstu tilraun.. En þá er bara að standa upp aftur og halda áfram baráttunni..Ójá. ekkert annað í boði. Því það skiptir ekki máli af hverju hann féll, eða hvernig, heldur að hann rísi upp aftur..það er málið.
Skemmtilegir tímar framundan, skólinn búinn, nú fer ég að rífa eldhúsið mitt svo ef einhver er með innibyrgða reiði sem þarf að fá útrás fyrir, endilega komið á Hlíðarveginn og fáið útrás..he..he.. Kosningahelgin framundan og komin tími fyrir mig að fara gera eitthvað af viti í því sambandi, þó ekki væri nema að fara á skrifstofuna og segja halló..hef verið voða bissý og ekkert gert þar.
Kórinn er að æfa mjög skemmtilegt tónleikaprógramm sem stefnt er að flytja 31 maí. jamm og já, alltaf gott að hafa nóg að gera.
bless í bili..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.