18.6.2007 | 08:31
Þjóðhátíð að baki
Þjóðhátíðarhelgin liðin í ró og spekt.. Eva frænka mín ..75 ára í gær og fór ég í svaka fína veislu hjá henni. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EVA MÍN.... Alltaf gaman að koma saman og borða góðar kökur, ég er mjög liðtæk í svoleiðis, Evudæturnar eru líka svo skemmtilegar og svo auðvita afmælisbarnið.
Annars var helgin bara róleg hjá mér, konni á sjó.. Hann slær ekki slöku við frekar en fyrri daginn maðurinn sá. Bílinn minn er á verkstæði svo ég komst hvorki lönd né strönd og var það bara gott, hefði annars verið eitthvað á ferðinni til AK . Málaði einn vegg inni og annan úti, en ekki með sömu málningunni, nei nei.
Fórum suður í síðustu viku í skot-túr, kíkti á Ellen og fór í IKEA að ná í lausa enda í innréttinguna, það var fjör,en maður var nú orðin frekar þreyttur þegar heim kom. Konni kom heim í gærkvöldi, og fer suður á morgunn, en ég ætla ekki með núna, náði líka að kaupa mér eina skó, svo ég er í góðum málum.hehe.
Opið hús eða konukvöld í búðinni á föstudagskvöldið, veittur góður afsláttur á fatnaði og skóm,hvítt og rautt vín og léttar veitingar. Fullt af konum mættu og gerðu góð kaup í ágætis félagsskap. Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur konurnar og vel til fundið hjá þeim í búðinni að brjóta upp hið hefðbundna....skemmtilegt..
Verð að minnast á leikinn í gærkveldi, við Serbana.. þvílík spenna, ég var alveg að fara yfirum, argandi og gargandi, hoppandi og hendandi mér niður í sófann til skiptist.. Þeir eru góðir strákarnir okkar, og láta mann vera í spennu út allan leikinn.. Áfram Ísland.. þvílik stemma í höllinni..vává
Bless í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.