19.6.2007 | 08:48
Orri mættur á svæðið..
Elsta barnabarnið Sigurður Orri er í heimsókn... Afi konni sótti hann í gær, og voru þeir að veiða og brasa í gær. Þeir eru góðir saman, og Konni duglegur að fara með hannn hingað og þangað. Hann spurði mig hvort ég gæti nokkuð eldað makkarónugraut, uppáhaldið hjá ömmu Siggu... ég hélt það nú og reikna með að hafa hann í eftirmat þá daga sem hann verður hjá okkur.
Hann skellti sér svo suður með gamla kl 5 í morgunn, en Konni er í enn einum skottúrnum að reka á eftir bátasmíðinni og ákveða hvar hvað á að vera og svoleiðis. Þeir ætluðu svo að koma Ellen á óvart með heimsókn, og veit ég að sú stutta verður frá sér af gleði, þau eru svo ótrúleg saman og skín af þeim væntumþykjan til hvors annars. .. Þeir fóru líka með smá pakka til dömunnar sem á afmæli á morgunn og veit ég að henni þykir það ekki leiðinlegt.
Freyja og Hörður eru líka með þeim, eru að skipta á bíl og þá er gott að skreppa í borg óttans og skoða úrvalið..........
Í annað.. ótrúlegt að lesa að fulltrúar samfylkingarinnar í borgarstjórn skyldu sitja hjá við val á borgarlistamanni. Þetta er svo leiðinlegt gagnvart listamanninum, þau hefðu getað látið bóka leiðindi sín, en samt greitt atkvæði með valinu.. Þetta eru greinilega fýlupokar sem þarna eru á ferð.
Ég er farin að hlakka til að fá vinkonur mínar heim aftur, Guðný frá Rhodos, búin að vera að leika við karlinn sinn dögum saman, og við ekki fengið neinar kökur á föstudögum hér í vinnunni.. Ólöf er heima á Spáni, að leika við Barða og bræður hans. Bannað að allir fari út í einu.. Þær eiga eitt mjög sameiginlegt.. Karlarnir þeirra eru duglegri og betri í eldhúsinu en þær.. Held að þær þurfi aldrei að elda...hehe.. Þori að skrifa þetta af því að þær liggja ekki á netinu í útlöndum og fara vonandi ekki að skoða gamlar færslur þegar þær koma heim.. En farið að drífa ykkur heim elskurnar mínar í þokuslæðinginn... nei nei djók.. Komið með sól og hita með ykkru plís..plís..
nóg að sinni
Athugasemdir
AMMA SIGGA AFMÆLIÐ MITT ER EKKI Á MORGUN HEHE ÞAÐ ER Á FIMMTUDAGINN 21 JÚNI :) JIBBY ORRI ER KOMIN :)
Ellen Helga (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 10:40
Hæ skvís, ég veit.. hélt að það væri 20 júní í dag, en sá svo þegar ég var búin að blogga að það var bara 19. júní..heheh amma ruglari... Skemmtið ykkur vel í dag krakkaormar.
Amma Sigga
Siggafreyju (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 11:47
HÆ HÆ AMMA SIGGA MÍN
ORRI ER FARIN OG ÉG Á LEIÐ Í AFMÆLI Í SMÁRALIND Í VERÖLDIN OKKAR
VIÐ ORRI FÓRUM Í TÖLVUNA OG SVO AÐ BORÐA Á MC DONALDS
ÁTUM YFIR OKKUR OG FENGUM ÍS Á EFTIR :) RÚNTUÐUM AÐEINS OG SVO FÓRUM VIÐ HEIM AFTUR AFI KOMIN AÐ NÁ Í HANN OG ÉG KOMIN Í KJÓL Á LEIÐ Í AFMÆLIÐ NÚNA
AMMA HELGA KEMUR KANNSKI NORÐUR Á SUNNUDAG OG ÉG ÆTLA KANNSKI AÐ KOMA MEÐ EF ÉG MÁ AFI (KONNI SAGÐI JÁ ALLAVEGA ) AFI TÓK LÍK AGAMLA HJÓLIÐ MITT OG ÆTLA ÉG AÐ FÁ AÐ HAFA ÞAÐ HJÁ YKKUR Í ÓLAFSFIRÐI ..
JÆJA BÆ BÆ ELLEN HELGA
Ellen Helga (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 15:49
Endilega skelltu þér norður með ömmu Helgu. Inga kom í gær að athuga hvenær þú kæmir eiginlega.. Sagði henni að þú kæmir mjög fljótlega... Gaman að þið Orri áttuð góða stund saman í Reykjavík..Hlakka til að sjá þig vinkona.. hver á aftur afmæli á morgunn????????
kv. Amma Sigga
siggafreyju (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.