27.6.2007 | 14:45
Ég verð svo reið.....
Oh.. Ég er farin að hlakka svo til að fara í sumarfrí. Alveg dæmalaust hvað það verður stundum leiðinlegt í vinnunni þega sumarið er komið og mann langar bara að vera úti að leika sér. Ég er sem sagt að reyna að þreyja þorrann til 10. júlí. Ég hef undanfarin ár verið að taka viku í júní 2-3 í júlí og eina í Ágúst, en nú ætla ég að taka mánuð í einu og hætta þessu mjatli með fríið mitt. svo hef ég geymt 1-2 vikur til vetrarins. en nú verður það bara 1 vika í vetrarfríið.
Annars hef ég lært það á minni tæplega 46 ára ævi að vera ekki að gera plön fram í tímann. þau standast yfirleitt aldrei, ekki hjá mér. Taka bara einn dag í einu og klára hann.
Við mamma ætlum suður í næstu viku, að vera við útför Einars hennar Ingu Jónu frænku minnar (Hún er elsta barn Siggu systir pabba), en hann lést sl. föstud. langt um aldur fram. Því er svo mikilvægt að gera hvern dag eins góðan og maður getur og vera sáttur þegar maður leggst í rúmið á kvöldin. því maður veit ekki hvort maður rís úr rekkju á morgunn.
Ég var að lesa minningargrein föður um dóttur sína í mogganum í gær, Susie Rut Einarsdóttir lést á LHS vegna misnotkunar á morfíni, en hún var fíkill, hafði verið edrú í 4 ár. Búin að vera umfjöllun um hana í fjölmiðlum undanfarna daga. Þessi grein er bara skyldulesning fyrir alla, finnst mér. Mikil og þörf skrif föðurins um það hvernig kerfið og þjóðfélagið allt bregst unga fólkinu okkar sem lendir í klóm áfengis og eiturlyfja og öllum þeim viðbjóði sem því fylgir. Ég verð svo reið inni í mér þegar ég les um lát ungs fólks vegna fíknarinnar. Hvar eru stóru karlarnir sem standa að og fjármagna innflutninginn og neðanjarðarhagkerfið sem blómstar hér á landi. Nei við erum handónýt í þessum málum hér á landi, vegna þess að það vantar áhuga hjá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að leggjast á eitt og framkvæma. Það heyrðist ekki múkk, ekki einu sinni nú fyrir kosningarnar í vor, þó hafa pólítíkusarnir yfirleitt lofað að gera eitthvað róttækt fyrir kosningar, en nú .. ekkert... stórt núll.. við erum orðin svo sofandi og samdauna ástandinu. Það verður bara að hafa það þó einn og einn deyi....ÖMURLEGT...
Einu sinni hringdum við hjón á lögregluna og báðum um vernd, þar sem við höfðum rökstuddan grun fyrir þvi að dópsalar væru á leið heim til okkar að lúskra á okkur. Þeir voru vopnaðir hafnarboltakylfu og haglabyssu. Lögreglan gat því miður ekkert gert, fyrr en þeir væru búnir að koma og berja okkur eða þaðan af verra.. PÆLIÐ Í ÞVÍ...jú þeir gætu keyrt fram hjá húsinu.. þannig var nú það...
í aðra og skemmtilegri sálma. Harpa Hlín kom nú loks og gisti hjá ömmu um síðustu helgi og áttum við gæðastundir saman. Hún er svo fyndin stelpa og talar orðið svo mikið, enda að verða 3ja hnátan. Við fórum svo á Ak á sunnudag að hjálpa Freyju og Herði að mála húsið, sem glöggir hafa líklega séð að er ekki lengur blátt, heldur hvítt. Seinni umferðin er eftir og verður vonandi máluð um komandi helgi. Lilja, Finnbogi og Munda voru búin að vera með þeim alla helgina í málningarvinnu, ekki ónýtt að hafa svona fólk í kringum sig Freyja og Hörður!!
Ellen Helga mætti svo á svæðið á sunnudag og ætlar að vera einhverja daga, henni leiðist nú ekki í firðinum fagra og er alveg sama þó amma sé að vinna, hún fer bara út að leika við vinina þar til amman kemur í kaffi og mat (Ég reyni nú að fylgjast með ferðum hennar). Það er bara vandamál að fá hana inn á kvöldin.
Fórum í skógahögg s.l. föstud. við konni og losuðum 8 hlöss af greinum og trjám, svo garðurinn er allsber núna og voða hallærislegur, en við urðum að gera þetta. Grenitréin voru orðin svo ljót og brún og uxu hvort á annað svo þetta verður gott þegar búið er að laga undir þeim, ná í mold og sá grasfræjum í sárin sem eru ansi stór. Fórum með öll grenihlössin niður á eyri til Þórðar að beiðni Hófýar, hún ætlar að nota þetta í tunnubrennslu fyrir leirinn. Það er fjall á eyrinni núna. Held að hún þurfi ekki að spá í eldivið næstu árin..heheh
Gott í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.