28.6.2007 | 14:25
Blueshátíð um helgina.....
Blueshátiðin hefst í kvöld með tónleikunum: köllum þau heim. Þar munu heimsfrægir Ólafsfirðingar skemmta okkur með söng og fleiru. Alveg frábær þessi blueshátíð sem haldin er ár hvert og búin að festa sig rækilega í sessi. Ég ætla að skella mér í kvöld og á laugardagskvöldið, veit ekki með föstudaginn. ætla að sjá til.....
Gísli kristinsson (Lólóar) bekkjarbróðir minn, mun svo opna ljósmyndasýningu í Tjarnarborg í kvöld, og ætla ég að þar verði aragrúi fallegra landslagsmynda héðan úr firðinum og víðar. Vel til fundið hjá Gísla að halda þessa sýningu, sem ég held að sé hans fyrsta en örugglega ekki sú síðasta. Hann er orðinn heimsfrægur á netinu fyrir myndir sínar. Ég ætla sko að mæta þar líka.. ekki spurning
Spurning hvenær Guðný vinnuvinkonufrænka mín heldur sýningu, við eigum fullt af frábærum ljósmyndurum hér í bæ, og hún er ein af þeim..ójá.. Svo það verður bara nóg að gera þessa helgina eins og venjulega. Ætla á AK á laugardag að mála með Freyju seinni umferð á húsið... OG FREYJA ÆTLAR AÐ SAUMA SUMAR-BRÚÐKAUPSFÖT Á MÖMMU SÍNA EF HÚN VERÐUR DUGLEG AÐ MÁLA..... Það segir sig sjálft að ég verð að vera dugleg með rúlluna.
Líklega á AK á morgunn líka með Ólöfu vinkonu minni í brúðkaupsborðaleit..Skemmtilegt.... Vonandi heimsækjum við Halldóru hálfsystur í leiðinni..Ætli hún eigi ekki köku handa okkur... er viss um það....hehe.
Guðmundur Fannar bróðursonur minn og Bjarkey eru að gifta sig 07.07.07. og svo Sigurður Garðar Barðason og Unnur 14.07.07. Svo maður verður nú að vera í sparigallanum í júlí, svo ég tali nú ekki um öll afmælin.. t.d. AÐAL.. ég og Ólöf eigum afmæli 8. og 12. Sigurður Óli og Harpa Hlín 14 og 13. Fyrri Brúðhjónin 10 og ég held 5. Nanna og Þura vinkonur 2. og 11. Þórgunnur mágkona 29. og svo mætti lengi telja..................................................Ragnheiður Kara er 23. held ég... o.s.frv.
Ellen fór til pabba síns og fjölsk. í gær og unir sér vel með litlu systkynum sínum, ójá..
Skemmtilegasti mánuðurinn minn er:::::::::::::::::::::JÚLÍ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.