24.8.2007 | 11:10
Freyja frábæra...
Freydís Heba dóttir mín er svakalega klár, dugleg, Hógvær, skemmtileg, áhugasöm og fljót að læra. Þetta uppgötvuðu þeir í Landsbankanum fljótlega eftir að hún fór að vinna þar sem gjaldkeri fyrrahaust. Sér í lagi í sumar þegar hún var sett í að leysa af í hinu og þessu. Nú í vikunni var hún svo kölluð á fund með útibússtjórunum og boðið stöðuhækkun innan bankans sem kom henni mikið á óvart, þar sem hún hefur ekki verið lengi í vinnu hjá þeim og er ekki með háskólamenntun, en hún er svo hógvær blessunin. Þetta var svo tilkynnt í morgun svo ég get nú loksins grobbað mig af stelpunni.. Held að hún verði fyrirtækjafulltrúi, eða eitthvað... allavega stórt skref fyrir hana, svo er hún nú að byrja í viðskiptafræði í HA á mánudaginn..utanskóla... Held að draumar hennar um hönnunarnám bíði eitthvað..eins og ég hef oft sagt við hana að hún eigi að vera í peningabransanum og hanna og sauma í frístundum. Henni finnst nefnilega mjög gaman að vinnunni sinni.
TIL HAMINGJU FREYJA MÍN, ÉG ER MJÖG STOLT AF ÞÉR OG FEGIN AÐ ÞÚ FÉKKST GÁFURNAR FRÁ MÖMMU ÞINNI, ...EN HÓGVÆRÐINA FÆRÐU FRÁ PABBA ÞÍNUM...JÚ OG LÍKA GÁFUR ÞAR..
Jónína frænka mín varð 50 ára í gær, úti á Portúgal með sínum heittelskaða í sól og hita.. Til hamingju frábæra frænka mín..
Menningarnótt á Akureyri á morgun, ég ætla að mæta og við Guðný að vaka fram á nótt( eitthvað rétt yfir miðnættið) og fara á tónleika Populus tremula --Leonard Cohen.. Bara gaman..
Gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.