Leiftur/ks, bíó, snjór og vöfflur..

Afmælisveislur Lenu voru skemmtilegar og voru ættingjar duglegir að heimsækja hana, og nóg af tertum og fíneríi. Stelpan fékk auðvita fullt af fallegum gjöfum og var hún hæstánægð með daginn.

Á laugardag fórum við hjónakornin á fótboltaleik Leifturs og Völsungs sem við unnum 3-0. Afar gleðilegt þar sem sigurinn færði okkur upp um deild.. Svo það er eins gott að stuðningsmenn standi sig næsta sumar og gamlar fótbolta-leiftursbullur komi nú út úr skápnum sem þeir fóru í um árið þegar stór hluti stuðningsmanna lét sig hverfa í erfiðleikum sem steðjuðu að félaginu.

Tengdapabbi minn átti afmæli á laugardag og fórum við í vöfflukafffi á Sandinn og þaðan til Ak, þar sem við ætluðum á bíó, en myndirnar sem okkur langaði að sjá voru ekki sýndar fyrr en kl. 10 og var það nú of seint fyrir gamla settið, svo við heimsóttum börn og barnabörn í staðinn.

Á sunnudag tókum við inn grillið og húsgögnin af pallinum, svo nú má snjóa mín vegna. hehe Var lítið í ræktinni í síðustu viku, vegna tertuáts í veislum, svo að nú skal ég klára þessa viku með stæl, gladdist óseigjanlega þegar ég fékk að vita að nú er búið að kaupa 2 ný hlaupabretti, gömlu eru gjörsamlega búin.

Bilaði eitthvað hjá Sigga svo Konni dró hann í land í gærkvöldi, var ekki smá hissa að sjá það sem frétt á mbl. og ekki var Konni minna undrandi þegar ég sagði honum frá því. Einhverjir fylgjast greinilega vel með..

Ólöf vinkona mín sendi mér myndapóst frá Spáni á laugard, þar sem hún stóð úti á palli við húsin okkar með snjó í höndunum..já það snjóaði á Spáni, svo það er ekkert öruggt í þessum heimi lengur, held samt að hún hafi verið að spæla mig, þetta hafi verið bómull, eða kjörís sem hún hélt á, enda var hún ekki einu sinni í úlpu, bara á bolnum... Hún er líklega ekki með neina úlpu þarna..

Nóg af bulli í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband