24.9.2007 | 13:51
Dagbókin..Vikubókin
búið að vera nóg að gera á bænum undanfarið svo ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast við tölvuna. Kóræfingar 2svar í viku, erum að vonast eftir að halda tónleika í vesturbænum (Sigló) þarnæsta sunnudag. Vonandi verður ekki allt komið á kaf.. nei nei. Hins vegar verð ég á námskeiði þá helgi á Ak, svo líklega get ég ekki verið með á tónleikunum, því miður. En ég ..vegna fjölda áskorana er að fara að læra að steypa gelneglur á tær og fingur.. hehe. Já ekki hefði mér órað fyrir því að ég ætti það eftir, með þessar fínu nelglur sjálf og alltaf að pússa og hugsa um þær. En kannske þess vegna sem mér hefur verið anað út í þetta, komin tími til að huga að öðrum. Ég held að þetta verði bara skemmtilegt, og vonandi fæ ég eitthvað að gera. Dætur mínar og tengdadóttir eru himinlifandi með mig og munu líklega sjá um að ég detti ekki úr æfingu.
Ægir besti vinur minn kom heim á fimmtudag og hélt áfram í eldhúsinu mér til mikillar ánægju, setti ljósakappana, klæðningar ofl. Nú er pása þar til Konni hefur tíma til að vera með honum í þessu og svo vantar smá dót að sunnan til að klára,sem er ekki til í augnablikinu..
Fór á laugardag að passa Konna litla með Freyju, en hún þurfti að bregða sér í skólann og Siggi og Vala voru á sjó. Hann var lasinn litla skinnið og okkur mæðgum frekar erfiður, vorum með hann á handleggnum til skiptis. Freyja tilkynnti að næst þegar hún passaði, þyrftu þau að sýna vottorð frá lækni um að allir væru frískir. Hún á mjjjjöööög erfitt með að heyra hann gráta.hehe
Messa í gærkvöldi, alveg yndisleg stund, kórinn sat niðri og Ave spilaði á píanóið, Séra Munda sagði sögu og lagði út frá því að við ættum ekki að dæma aðra .. mjög gott að hlusta á hana eins og alltaf.
Nú er ákveðið að fara í óvissuferðina með slysókonurnar á laugardag, hvernig sem viðrar, förum við í rútuna og eitthvað af stað, kemur bara í ljós á laugardaginn hvert???? Svo þið konur sem ekki áttu heimangengt fyrir 2 vikum, nú er lag að skrá sig og skella sér með í skemmtiferð..
Í Blaðinu í gær var grein eftir Illuga jökulsson sem ég hvet alla til að lesa..
Gott í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.