18.10.2007 | 11:32
Afmælisdagur pabba..
Pabbi minn hefði orðið 78 ára í dag.. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig hann hefði litið út, væri hann eins og Willi afi, eða Steini frændi?? Veit ekki,. Hins vegar hef ég alveg síðan pabbi dó, fyrir 28 árum, fylgst með Óla Sæm á vigtinni, af einhverjum ástæðum hefur hann alltaf minnt mig á pabba, eitthvað í fasi hans stærð og hári, held að ég hugsi til pabba í hvert sinn sem ég sé hann...
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI MINN EF ÞÚ LEST BLOGGIÐ MITT, HVAR SEM ÞÚ ERT.
Annars alltaf saman brjálæðið í gangi hjá mér,Það skal opinberast hér, fyrir ykkur sem ekki voru búin að uppgötva það, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni, ég er ofvirkur asni. OG HANA NÚ. Um siðustu helgi var ég semsagt að mála eitt herbergi, þar sem ég ætla að vera með nagladótið, þegar því var lokið.. já lokið.. ákvað ég að það væri nú sniðugt að pússa parketið á gólfinu og olíubera það, svo ég byrjaði að juða og juða, hef semsagt verið á hnjánum í tvo daga að pússa gólfið, gjörsamlega að drepast úr strengjum í rassinum, uppgefin í öxlum og höndum, get vart haldið á kaffibolla í dag, en það sem mér finnst verst er að hvítu veggirnir sem ég málaði síðurstu helgi eru nú gulir, og hvítir, ekki mjög fínir og húsið allt undirlagt af ryki...einu sinni enn..En gólfið er eins og nýtt. Svo næstu dagar fara í þrif á öllu drallinu. Ætli sé hægt að fá eitthvað við þessu, ég fer svona fram úr mér hvað eftir annað og byrja á einhverju sem ég get tæpast lokið við þó að mér hafi tekist með verkjum það í þetta sinn.
Um daginn ætlaði ég að flísaleggja geymslu sem ég hafði nýmálað, var komin með lím, flísar og allar græjur (held að þetta hafi verið réttar græjur, allskonar spaðar og dót, en er ekki alveg viss) þá sá ég að það þyrfti að byrja á að saga smá neðan af gerettunum, eða hvað það nú heitir þetta hurðardót, svo ég sótti stóru sögina sem ég nota á tréin i garðinum, eina sögin sem ég kann á og hófst handa. Það er skemmst frá því að segja að gerettin eða hvað þetta heitir nú splundraðist af og físaðist úr því og er nú ónýtt. Humm... Garðsögin heldur gróf fyrir verkið... Ég flýtti mér að pakka niður öllu flísadótinu og setti sögina á sinn stað, fyllti geymsluna aftur af dóti og lokaði hurðinni. Þegar konni kom heim og leit í geymsluna, spurði þessi elska hvort ég hefði ekki ætlað að flísaleggja gólfið, æi-- ég er ekki viss... kannske ættum við bara að setja dúk á það eins og var, svaraði ég og teygði mig í hurðina, slökkti og lokaði áður en hann tók eftir að gerettinn eða hvað sem það nú heitir var horfið.
Nú er ég hætt...og vinnufélagar mínir ætla að kalla mig Snata ef ég byrja á einhverjum framkvæmdum á næstu vikum.
Við starfsmenn Alþingis erum að fara til MADRID eldsnemma á mánudag svo nú er um að gera að fara að lappa upp á mig næstu daga, hárið í dag, vax á morgunn, neglur, plokk og lit á laugardag, þegar Freyja kemur í fjörðinn fagra til að halda námskeið í saumum og hönnun með stelpum í skólanum, þá ætlar hún að lappa upp á mömmu sína í leiðinni. Svo það er bara fjör framundan. Lena og Konni á sjó, og veðrið er ágætt og reiknuðu þau með að koma ekki heim næstu daga. Vona samt að ég sjái þau áður en ég fer á sunnudag...
Gott í bili
Athugasemdir
Sæl vinkona! Þú ert náttúrulega engri lík! Næst þegar þú ert að byrja í þessu kasti skaltu hringja og panta nudd hjá vinkonu þinni!! Þú kannski róast við það!Sjáumst svo í dekrinu á laugardaginn!
Ólöf vinkona
Ólöf vinkona (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:38
Æji þú ert nú alveg yndisleg og já, frekar ofvirk , en það er nú skárra að geta verið ofvirk heldur en að vera Ó-virk!!! Innilega til hamingju með þennan dag, hafðu það gott. Ég ímynda mér, miðað við þær myndir sem ég hef séð að þá hefði pabbi þinn verið líkari Steina frænda nema kannski bara hærri í loftinu og dökkhærður.
Hafðu það gott í Madrid frænka, kv. Lísa og prinsessan
Lísa frænka (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:17
Pottþétt Ólöf, í næsta kasti kem ég í nudd.. bloggaði þessa færslu fyrir hádegi og flýtti mér svo heim í hádegismatinn, en borðaði ekkert, heldur málaði glugga og olíubar enn eina umferð, vona að þau í vinnunni frétti það ekki.. he he Lísa mín, ætlaði að heimsækja þig og prinsessuna þegar ég kem heim, en get ekki beðið svo lengi, svo við Freyja kíkjum á ykkur um helgina, hafið það gott elskurnar.
Sigga
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.