21.12.2007 | 11:13
Gleðileg jól
Jólin, jólin jólin koma brátt.. jólaskapið kemur smátt og smátt.. Þessar línur eiga nú aldeilis við mína núna. jólin alveg að koma og ég er komin í mikið jólaskap, líður eitthvað svo vel í hjartanu, er eitthvað svo góð inni í mér. Það sést reyndar ekki utan á mér nema hvað ég er eitthvað brosmildari þessa dagana, og umburðalyndari..hehe. Ég er enn að negla og mér sýnist að ég klári ekki fyrr en á þorláksmessu, það er vegna þess að ég er svo góð í hjartanu og hef ekki neitað neinum ennþá.
Við vorum að passa litlu englana Hörpu og Konna í gær, eða réttara sagt afi Konni því amma sat við naglavinnu fram á kvöld, ég fékk þó pásu og við Harpa skreyttum jólatréð og Konni litli týndi neðstu kúlurnar jafnóðum af því. Honum finnst jólatréð mjög spennandi.. Við erum að spá í að girða í kringum það í dag,.. nei djók. það er víst í lagi þó það aflagist eitthvað.
Ætla að reyna að skreppa á Ak á morgun með mömmu. Við ætlum að kíkja í búðir og klára jólainnkaupin, skoða jólin hjá Freyju og Herði og dúllast eitthvað. Í hádeginu skellum við svo skötunni pottana og fáum þorláksmessustemmingu með lykt og öllu.
Slysavarnadeil kvenna ætlar að halda árshátiðina 29. des og er það vel til fundið. Það verður bara gaman að skella sér á ball á jólum eins og hér áður fyrr þegar maður missti ekki af balli á 2. í jólum og gamlárskvöldi. Flott hjá þeim kerlum.
Reikna ekki með að blogga meira fyrir hátíðina svo ég segi nú bara eins og stendur í kortunum:
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Með þökk fyrir hið liðna
Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.