Dimma

Trúi því varla að það sé 11 janúar í dag, áramótin voru í gær og jólin í fyrradag. Líður tíminn bara svona hratt hjá mér? Magga vinkona mín á afmæli í dag. Sú fyrsta á árinu í árgangi ´61.

Til hamingju með daginn Magga mín.

Ég hef ákveðið að leyfa útiskreytingum að loga eitthvað lengur, tókum seríur úr gluggum í gær og það var eitthvað svo voða dimmt, og bærinn allur svo dimmur þegar jörð er alauð.

Konni, Lena og Sig. Óli farin aftur austur, skruppu heim í gær vegna leiðindaveðurs,fiskeríið hefur verið þokkalegt, en þau kvarta yfir veðri, sem ég skil nú ekki því það er alltaf gott veður hjá mér, en það er víst öðruvísi hjá þeim á ballarhafinu. Harpa Hlín byrjuð á leikskólanum og er mjög ánægð með það og mamma hennar líka, svo nú geta þau farið að snúa sólahringnum rétt á ný..heheh

Ætla að eiga rólega helgi heima, þrífa eftir jólin og lesa mikið og lagfæra nokkrar neglur..hehe. Reyna að klára mackintosdúnkinn. Þarf ekki reyna að klára Nóa konfektið, það rennur sjálfkrafa upp í mig, hitt er ekki eins gott.

Góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband