18.1.2008 | 11:56
Vikufærslan
Það er komin nýr dagur, eftir ófarirnar í Þrándheimi í gær.. Ég er eiginlega enn í sjokki eftir leikinn, held að ég hafi misst hökuna niður á bringu nokkrum sinnum af undrun yfir spilamennsku okkar manna og velti því fyrir mér hvað hefði eiginlega komið fyrir "strákana okkar" sem eru og verða alltaf strákarnir okkar. Nú taka þeir sig saman i andlitinu og koma sterkir til leiks á morgun. Ég er viss um það. Þeir bara verða að gera það, ég er búin að hlakka til þessarar handboltaveislu í langan tíma og tek ekki í mál að þeir fari ekki langt í þessari keppni.. og hana nú.. KOMA SVO STRÁKAR...
Guðný vinkona mín sendi mér þess skemmtilegu mynd sem tekin var fyrir 30 árum, 1978, á fyrsta ættarmóti mömmu ættar, verst að ég kann ekki að stækka hana.. En þetta eru auðvita Arnar bróðir, Pabbi og Arna Björk, Hófý og mamma.
Hef haft það fínt þessa viku, verið ein heima með hundinn hennar Lenu.. Já ég er farin að passa hund, hún kom með hann í nóvember, lítinn pilsuhund sem hefur verið hjá Völu og krökkunum þegar allir eru á sjó. En hundurinn hefur tekið þvíliku ástfóstri við mig sem er nú ekkert að deyja úr hrifningu, svo ég leyfði honum að vera heima í vikunni, hef sent hann til Völu þegar ég er að gera neglur. Hann eltir mig út um allt hús, fer með mér á klósettið og um leið og ég sest einhversstaðar niður það stekkur hann upp í fangið á mér og vill bara kúra og fá klór. Býst reyndar við að flestir hundar séu svona, þó ég viti nú ekki mikið um það, hef bara átt Gúbbýfiska og Freyja átti hamstur sem dó eftir að hafa etið sleikipinna með prikinu og öllu.. Siggi átti stökkmús sem stökk út og týndist greyið.. Svo vissulega hef ég reynslu af gæludýrum.
Veðrið búið að vera fínt alla vikuna, kalt, ekki vindasamt, en nú er farið að snjóa stórum snjókornum og von á hvassviðri í kvöld. Sjóararnir mínir koma heim í dag hvíla sig í brælunni, Konni orðinn lasinn og Siggi búinn að vera veikur með flesnu alla vikuna á sjónum. Það getur ekki verið skemmtilegt svo nú fá þeir kærkomna hvíld og hásetinn Lena líka.
Gott þessa vikuna
Athugasemdir
Já sæl nafna bara að kikka á þig með kaffið mitt,,,, góðar stundir
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:54
Takk fyrir það nafna sæl! ætlaði að kíkja á þig í Galleríinu um daginn og sá þá miðann á hurðinni... Geri bara aðra tilraun seinna. Kv- Sigga
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:20
Sæl elsku frænka, kíkti á síðuna og las nokkrar færslur, frábært að geta heyrt svona af því helsta! Þeesi mynd er meiriháttar fjársjóður, varð dulítið viðkvæm! Að hundur elski þig finnst mér ekki skrítið, hann er bara vitur! Ástarkveðja til allra.
Jóna Lísa (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.