21.1.2008 | 15:39
Strákarnir okkar-B-ingi-Fisher
Jæja, er nú búin að jafna mig eftir ófarir strákanna okkar gegn frökkum í gær. Átti svo sem ekki von á að við ynnum þá en ekki heldur að við steinlægjum eins og steinbítar fyrir þeim. það kemur nýr dagur á morgunn og þá.. tökum við þjóðverjana.. heimsmeistarana.. hef fulla trú á því.
Mikið er ég fegin að vera ekki framsóknarmaður, nema að því leytinu til að gott hefði verið að fá nýja dragt, eða blússu.. hehe, allavega fengum við sem vorum neðarlega á lista sjallana í síðustu kosningum ekki svo mikið sem vasaklút eða slæðu. Vona bara að Björn Ingi hafi fengið snítuklút með fötunum því hann er búinn að væla svo og grenja , og sér líklega ekki fyrir endann á því.
Þvílík endemisvitleysa að láta sér detta í hug að jarða Bobby Fisher í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Ég varð alveg kjaftstopp af undrun og hneykslan, fannst gott að heyra Guðfríði Lilju í hádeginu biðja fólk að róa sig og leyfa fólkinu hans að koma til landsins og ákveða hvað þau vilja áður en einhverjir vinir Fishers koma með svona sprengjur í þjóðarsálina. Það er nóg fyrir okkur að fylgjast með Framsóknarflokknum og dramanu sem þar er í gangi, svo maður þurfi nú ekki að vera að æsa sig að óþörfu yfir Fisher heitnum og hvar honum verður komið niður á endanum. Blessuð sé minning hans.
Átti góða helgi, horfði á góða handboltahálfleikinn á Ak hjá Freyju og Herði sem buðu okkur í mat, slöppuðum síðan vel af fram eftir sunnudeginum eða þar til Ísl- Frakkl. byrjaði, maður slappaði ekki af yfir leiknum. Siggi, Vala og börn horfðu með okkur og borðuðu síðan sunnudagssteikina með gamla settinu og auðvita var terta í eftirrétt. Er eiginlega enn í jólagírnum í átinu, allavega um helgar.
Sjóararnir fóru svo austur í morgunn en koma líklega aftur í kvöld eða fyrramálið vegna skítaveðurs sem á að skella á okkur í nótt eða fyrramálið.
Gott að sinni.
Athugasemdir
Oh þú verður að kennar mér að setja svona myndir inn í textann á blogginu, ég er alltaf að reyna að það kemur alltaf bara ekki neitt...plííííííííís sendu það á mig á maili elsku frænka mín, ef þú hefur tíma. Annars bið ég bara þig og þína að iga góðan dag.
Knús á línuna
XXX
Lísa frænka (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.