Bollur og búningar

Búið að  vera nóg að gera svo ég hef ekki nennt að blogga. Aðalástæðan er líklega sú að ég er að lesa svo áhugaverðar bækur að allur minn aukatími fer í það..Flugdrekahlauparinn er  bók sem bara allir verða að lesa. Gerist í Afganistan og USA. Get ekki lýst því hversu mikil áhrif hún hefur á mig bókin sú. Svo eru Rimlar hugans enn á náttborðinu síðan í janúar og er ég alltaf að grípa í hana og lesa suma kaflana aftur og aftur. Las úr henni í Æðruleysismessu sem var hér í kirkjunni á sunnudagskvöld, hefði verið gaman að sjá fleiri í messunni og held ég að hún hafi ekki verið nægilega vel auglýst. Magnús Gamalíels, prestur á Dalvík, flutti hugvekju og sagði okkur sögu sína sem var alveg magnað að hlusta á. Alveg sama hversu marga óvirka alka ég heyri tala, ég er alltaf jafn upprifin.

Konni skaust suður með okkur mæðgur á miðvikudagskvöld, þar sem hann uppgötvaði að við erum bæði með moll- og útsöluheilkenni.. Alveg makalaust hvað við komumst yfir að gera mikið og skoða margt á einum degi. Keyptum okkur grímur og dót fyrir öskudaginn og tókum smá forskot á sæluna og settum herlegheitin upp í IKEA og komum svo út í bíl til Konna sem beið þar, og var auðvita alveg gáttaður á okkur og örugglega fleiri sem sáu okkur. En honum var líka skemmt og það var tilgangurinn.

Ellen Helga kom svo norður með okkur á fimmtudagskvöld og var leiðinda skafrenningur víða á leiðinni.

Ellen og Harpa gistu svo hjá ömmu Siggu og afa Konna um helgina og Perla hundur líka, sem nú heitir Perla Eyjafjarðasól í höfuðið á mér, en þær systur Freyja og Lena ákváðu nafnbreytinguna í suðurferðinni og sögðu að lengra kæmist ég ekki í að eignast nöfnu fyrir ömmubarn, ég yrði að gera mér þetta að góðu. Þær voru ekki tilbúnar að fara alla leið og skíra Hundinn Sigríði Eyjafjarðasól. Ég var mjög fegin því einhverra hluta vegna langar mig ekki til að hundur sé skírður í höfuð mitt, en ég fæ víst engu ráðið um þetta.

Áttum góða helgi með fjölskyldunni og bökuðum og átum fullt af bollum, allt of mikið en það er nú bara bolludagur einu sinni á ári. Ellen fór svo heim glöð með heimsóknina um hádegi á mánudag.

ójá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband