11.3.2008 | 09:08
Sleðaferð og fleira...
Það er ekkert lát á dekrinu á minni. Var í vöðvanuddi hjá Ólöfu vinkonu í gær, sagði henni að ég myndi líklega sofna fljótt, en það var nú aldeilis ekki. Hún sá til þess með því að finna alla veiku punktana á skrokknum svo það var lítill svefnfriður fyrir nuddaranum. En mikið var þetta gott vont..
Fín helgi... Konni og Lena fóru austur á föstudag og hafa verið þar að róa undanfarna daga, veðrið loksins verið til friðs lengur en dag í einu.
Fór á Gullatúnið á laugardag með Hörpu, konna litla, Völu og Perlu að renna á snjóþotum og sleðum. Það var svaka gaman og veðrið æðisleg. við vorum að æfa okkur því stefnan er sett á Kaldbak um páskana. Búið að panta far með troðaranum fyrir stórfjölskylduna og hlökkum við mikið til.
Síðan var að sjálfsögðu farið heim og bakaðar vöfflur og etið á sig gat. Begga og Eyjólfur komu í vöfflukaffi og sérlega gaman að hitta stelpuna og spjalla. Hún á heima í húsinu fyrir neðan mig en gæti eins verið í öðru bæjarfélagi, svo sjaldan rekst ég á hana. En er nú búin að lofa Hörpu Hlín að fara í heimsókn fljótlega til Eyjólfs og mömmu hans. Á sunnudag var svo göngutúr með Perlu og Hörpu Hlín, Hófý, Fróða og Járnbrá, sem var í heimsókn hjá ömmu og afa. Komum við hjá mömmu og fengum kaffi og tertur, það var nú ekki slæmt. Siggi Vala og co borðuðu svo hjá mér um kvöldið og fór mín södd og sæl í rúmið um miðnætti, en svaf lítið, svitnaði og leið frekar illa og mætti svefnlaus og ómöuleg í vinnu í gærmorgun.
Ójá svona er lífið.
Athugasemdir
Nafna hvar er þetta aqua spa á Akey maður verður að skella sér í svona dekur kv sigga
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:51
Sæl nafna! Þetta er í Átaki þar sem World Class var við hliðina á nýja tónlistarhúsi okkar norðlendinga. Mæli með að þú drífir þig..
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.