8.4.2008 | 15:52
Göngin Héðins..
Hlustaði á viðtal við Bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar í gær eða fyrradag þar sem hún stóð kokhraust við gangamunnan við Múlagöngin Dalvíkurmegin. (Skil samt ekki hvernig hún hefur þorað að fara svona langt á þessum hættulega vegi!!) Hún var að útlista hversu ónýt og úrelt göngin væru og það þýddi ekkert að opna Héðinsfjarðargöng fyrr en búið væri að laga Múlagöngin. Mér fannst umhyggja hennar fyrir okkur Fjallabúum alveg merkileg og ég er nú svo illa innrætt að það hvarflaði að mér að þetta kæmi umhyggju ekkert við, líklega sæi hún færi í því að benda á þetta núna á viðkvæmum tíma fyrir okkur í umræðunni um Framhaldsskólann og sameiningu Heilsugæslunnar. Hún hefur nefnilega í gegnum tíðina virkað ansi tvöföld í roðinu, ef ekki þreföld á stundum. Sko Bæjarstjórinn...Finnst mér.
Annars er kerlan bara hress. Helgarfríinu sem ég tók í ræktinni um miðjan janúar lauk í gær og nú get ég vart staðið upp eða sest, svo mikla strengi er ég með í fótum. En það er bara gott vont. Heyrði í Ellen Helgu í gær og er hún að æfa dans á fullu sem endar með sýningu í borgarleikhúsinu í næstu viku. Gaman væri að skreppa suður, en það er erfitt þar sem þetta er í miðri viku.
Aðalfundur Slysó í gærkveldi, þar var jónína frænka kosin formaður og ég varaf. þar sem sitjandi kerlur vildu út. Við erum ákveðnar í að hafa bara gaman af því að bæta á okkur verkefnum, og skemmta okkur í starfinu framundan. Það eru góðar gellur með okkur Björg Trausta og Inga Eiríks svo þetta verður bara stuð.. ójá..
Sjóararnir að koma heim í kvöld, bræla á morgun. Nú eru að hefjast nýjir tímar hjá mér og breytingar á lífsstílnum, aftur í ræktina, út að ganga með hundinn, henda út rjómanum og hætta bakstri. Ég skal.. ætla get og vil..Ég er nefnilega að ..... .. ...... .
Gott í bili.
Athugasemdir
Sæl, já þetta var mjög sérstakt hjá henni Svanfríði nágranna okkar, og áfram svo í líkamsræktinni !!!
Kv.Biddý
Biddý (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:56
Já það fannst mér líka vægast sagt.. Kveðja vestur í bæ..Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.